Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 37
36
hliðar og tekin í þjónustu flokksforystu og ríkisstjórnar. Lenín hafði greitt
götuna til valda með því að taka upp stefnu keppinauta á vinstri vængnum,
flokks byltingarsinnaðra sósíalista (nafngiftin „þjóðbyltingarmenn“, oft
notuð í íslenzkum þýðingum, er villandi), og samþykkja eftir á skiptingu
stórjarða milli bænda. Þegar ljóst varð að bændabylting ársins 1917 fór
sínar eigin leiðir, og ekki sízt þegar stjórn bolsévíka varð að ráða fram
úr brauðskorti í borgum, var valdbeiting í stórum stíl réttlætt með því
að fyrirhugað bandalag við bændur yrði aðeins styrkt eftir krókaleiðum
stéttabaráttu í sveitum, og þá stuðzt við hraðsoðnar forskriftir að klofningi
bændasamfélags sem í raun einkenndist af óskýrri lagskiptingu.
Flokkshugmynd Leníns reyndist þannig afar vel fallin til að ógilda og
lágmarka sjálfræði þeirra sem áttu að heita bakhjarlar bolsévismans. Ekki
var þó um fyrirfram fastmótaða stefnu að ræða. Flokkurinn að hætti Leníns
var ímynduð stofnun, og aðdráttarafl hennar átti sinn þátt í áhrifavaldi
Leníns meðal sundurlyndra fylgismanna, en goðsagnir um að bolsévíka-
flokkurinn hafi frá upphafi líkzt þessari fyrirmynd eða þróazt markvisst í
þá átt fá ekki staðizt. Til þess var ágreiningur innan hans allt of mikill. Í
eldri rannsóknum á októberbyltingunni komu fyrir staðhæfingar í þeim
dúr að flokkur eins og sá sem Lenín lýsti í Hvað ber að gera? hafi verið
nauðsynleg forsenda valdatökunnar. Svo var ekki; deilt var innan flokks-
ins um uppreisnina í Pétursborg, næstu skref og stefnumótun í kjölfar
sigurs. Flokksímyndin og þar af leiðandi yfirburðastaða Leníns nægðu þó
til að móta viðbrögð bolsévíka við áskorunum og farartálmum, sem þeir
höfðu ekki átt von á. Áherzlur á miðstjórn, aga og einingu, í fyrstu rök-
studdar með kröfum baráttunnar gegn einveldisstjórn, voru auðveldari
í framkvæmd þegar bolsévíkar gátu sjálfir komið á valdaeinokun; en það
hafði í för með sér ófyrirséðan samruna flokks og ríkisvalds, og afleiðing-
ar sem ekki verða raktar beint til röksemda Leníns. Ef sú kenning stenzt
(sem hún að mínu viti gerir), að flokkshugmynd hans hafi þegar í upphafi
stuðzt við nútíma skipulagsmynztur, frá ríkisskrifræði til hers og verk-
smiðju, má til sanns vegar færa að flokksræðið sem við tók af byltingunni
hafi brætt saman allar þessar óljósu forsendur og magnað þær upp í öfg-
ar.25 Samspil lenínismans og sögulegra aðstæðna, sem lýst verður nokkru
nánar hér að neðan, endaði með útrýmingarherferð gegn stórum hluta
bolsévíkaflokksins og ummyndun þeirra sem eftir lifðu (og töldu sig sig-
25 Dominique Colas, Le Léninisme: Philosophie et sociologie politiques du Léninisme (Paris:
Presses Universitaires de France, 2017).
JÓhann PÁll ÁRnason