Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 40
39
forgangsrétt; í það var svo hægt að vitna þegar kom að valdabaráttu sjálf-
skipaðrar forystusveitar. útkoman af þessum tengingum var með ýmsum
hætti. Stytzt og endanlegast var ferlið í Finnlandi, þar sem staðbundin
borgarastyrjöld í kjölfar októberbyltingarinnar var útkljáð á þann veg að
endurinnlimun í rússneska stórríkið kom ekki til greina. Flóknast og til
langs tíma óráðnast var það í úkraínu, þar sem bolsévíkar (með meira eða
minna þjóðernissinnaða stuðningsmenn innanborðs) náðu yfirhöndinni
eftir löng átök og ítrekuð stjórnarskipti. Sérstæðast var það í Mið-Asíu,
þar sem bolsévíkar studdust við rússneska innflytjendur gegn innfæddum
múslimum, og urðu síðan að standa í langvinnari átökum við uppreisnar-
öfl en annars staðar. Sá sagnfræðingur sem ýtarlega hefur fjallað um þetta
tilfelli lýsir því sem „öfugsnúinni byltingu“.28
Mismunandi þætti eða valkosti byltingarinnar má einnig skilgreina í ljósi
stefnumiða og framfarahugmynda. Tékkneski sagnfræðingurinn Michal
Reiman gerir mun á tveim meginstraumum byltingarársins 1917, og kallar
þá borgarabyltingu og plebejíska byltingu. Þess ber að gæta að fyrrnefnda
hugtakið vísar ekki til þess sem marxistar kalla borgaralega byltingu; nafn-
giftin sem Reiman notar væri á ensku „civic revolution“, og átt er við bylt-
ingu af því tagi sem vill byggja á stjórnarskrárbundnum borgararéttindum
og tækifærum til borgaravirkni. Þessi þjóðfélags- og framtíðarsýn var ekki
bundin við sérstaka stétt eða hreyfingu; það sést bezt á því að lengi vel var
enginn ágreiningur um stjórnlagaþing sem rökrétt áframhald febrúarbylt-
ingarinnar (bolsévíkar andæfðu því ekki, og sökuðu stjórnvöld um að sitja
á svikráðum). Með plebejískri byltingu á Reiman við þann skilning að ekki
sé um annað né meira að ræða en að umbylta valdahlutföllum milli yfir- og
undirstéttar. Stjórnmála menning á þeim nótum skeytir ekki um ramm-
ann, sem þarf til þess að siða stéttaátök, og hún getur snúizt upp í útrým-
ingarherferð gegn andstæðingnum.29 Niðurstaða Reimans er þó ekki svo
einföld að tvenns konar byltingar hafi tekizt á og verri kosturinn sigrað.
Nær lagi er að harmleikur ársins 1917 hafi verið fólginn í aðskilnaði þess-
ara tveggja strauma og skipbroti allra tilrauna til að sameina þá þannig að
úr yrðu breytingar í takt við nútímalýðræðisþróun. Í Rússlandi blönduðust
sérlega skarpar hefðbundnar andstæður valdhafa og alþýðu saman við
stéttaskiptingu í kjölfar kapítalískrar nútímavæðingar, og engin þjóðfélags-
28 Marco Buttino, La rivoluzione capovolta (Napoli: L’Ancora del Mediterraneo,
2003).
29 Sjá Michal Reiman, Bohuslav Litera, Karel Svoboda, Daniela Kolenovská, Zrod
velmoci (Tilurð stórveldis) (Praha: Karolinum, 2013).
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA