Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 41
40
bylting var möguleg án meiri háttar átaka af þessum rótum. Endurupptaka
stjórnarskrárumbóta, sem voru stöðvaðar og skertar eftir 1905, gat ekki
átt sér stað án alhliða pólitískra stökkbreytinga. Stríðið, sem komið hafði
einveldis stjórninni í óviðráðanleg vandræði og þannig opnað leið til rót-
tækra umskipta, varð mesta hindrun á vegi þeirra sem reyndu að bjarga
byltingunni frá gömlu og nýju einveldi. Báðir vinstri flokkarnir sem síðar
voru ofsóttir og eyðilagðir af bolsévíkum, mensévíkar og byltingarsinnaðir
sósíalistar, stefndu – hvor á sinn hátt – að samræmingu þeirra tveggja bylt-
ingarhneigða, sem áður voru nefndar. Þau áform komust aldrei langt, en
ef tilnefna ætti aðra valkosti en þann sem ofan á varð, kæmi helzt tvennt til
greina. Annar möguleikinn hefði verið sá að bráðabirgðastjórn Kerenskís
legði ekki í gagnsókn á austurvígstöðvunum sumarið 1917, heldur yrði
reynt að halda viðvarandi stöðu og leggja meiri áherzlu á friðarumleit-
anir; til þess hefði að sjálfsögðu þurft meiri stuðning Vesturveldanna, en
rétt er einnig að hugmyndir um sókn innblásna af lýðræðisbyltingu, í anda
franskra fyrirmynda, höfðu einhver áhrif. Bolsévíkar voru ekki þeir einu
sem sóttu bæði fordæmi og víti til varnaðar í sögu frönsku byltingarinn-
ar. Hin tilgátan er á þá leið að þeir sem í október vildu samsteypustjórn
sósíalískra flokka – ekki aðeins mensévíkar og byltingarsinnaðir sósíalistar,
heldur einnig hófsamir bolsévíkar og sterk verkalýðs samtök – hefðu getað
afstýrt einræði. Í báðum tilfellum er erfitt að spá um mögulega atburðarás,
en tildrög októberbyltingarinnar voru svo sérstök og afleiðingarnar svo
miklu altækari en fyrst var vænzt af umheiminum, að freistingin til að
hugsa sér annan söguþráð verður langlíf.
Aðgreining ólíkra byltingarstrauma og -markmiða er lykill að mörgum
fyrirbærum ársins 1917, ekki sízt ráðahreyfingunni. Hún var síðar fegr-
uð og goðsagnavædd á fleiri en einn máta; í Sovétríkjunum voru stjórn-
arstofnanir kenndar við hana og hafðar til marks um áframhaldandi tryggð
við arfleifð byltingarinnar, en meðal róttækra vinstrisinna í Vestur-Evrópu
urðu þegar um 1920 til andstöðuhópar sem kenndu sig við „ráðakommún-
isma“ og véfengdu á þeim forsendum sögulegt lögmæti sovétstjórnarinnar.
Raunsærra mat á ráðahreyfingunni hlýtur fyrst af öllu að reikna með því
stofnanalega tómarúmi sem hrun einveldisstjórnarinnar skildi eftir sig.
Ráðin voru svör við aðkallandi skipulags- og samskipta vandamálum, vett-
vangur fyrir togstreitu milli stefnu mótandi afla, en jafnframt því vísir að
lýðræðisþróun. Sumir síðari aðdáendur þeirra hafa talið þau fyrirmynd að
beinu lýðræði, en sú túlkun er villandi. Í starfsemi ráðanna gætti hugmynda
JÓhann PÁll ÁRnason