Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 49
48
Þegar fram liðu stundir átti bolsévisminn eftir að hafa meiri áhrif á
íslensk stjórnmál en norsk, þ.e.a.s. ef við notum stærð og styrk komm-
únistahreyfingarinnar sem mælikvarða.3 Árið 1919 var hins vegar allt með
nokkuð kyrrum kjörum og greinarhöfundur leyfði sér að vona að svo yrði
áfram:
En litla afskekta Ísland. Á hverjum morgni stígur sólin upp yfir sama
friðsama, öldulausa þjóðlífið. Á hverju kvöldi sendir hún geisla sína
yfir það jafn rólegt og hljótt. Þótt boðarnir brotni úti í veröldinni,
þá er alt af jafn mikil ró hér, kyrð og óhömluð starfsemi. Við kvein-
um undan litlu og fábreyttu þjóðlífi. Hver mun nú vilja skifta á því
og þeim stærri?4
Á undanförnum árum hafa æ fleiri sagnfræðingar sett viðfangsefni sín í
hnattrænt samhengi og þá meðal annars í þeim tilgangi að afmá þá marka-
línu sem liggur milli hins „vestræna heims“ annars vegar og þess sem er
og var „handan við hann“ hins vegar, en á ensku er þessi aðgreining kölluð
„the West and the rest“.5 Þess háttar nálgun miðar ekki endilega að því
að kortleggja stóra hnattræna ferla. Viðfangsefnin geta verið afmörkuð og
smá. Rannsóknin getur t.a.m. falist í því að skoða hvernig tiltekið fyrirbæri
myndar net eða fléttu sem nær yfir landamæri eða heimsálfur (e. entangled
history, fr. histoire croisée). Eins má einblína á tengsl milli tveggja eða fleiri
afmarkaðra svæða (e. translocal history).6
Rússneska byltingin var flókinn og víðtækur atburður sem „skók“ allan
heiminn. Sem slík felur hún í sér margs konar efnivið í hnattræna sögu þar
3 Um þróun kommúnistahreyfingarinnar á Norðurlöndunum og styrk hennar í
hverju landi fyrir sig sjá: Ole Martin Rønning, „Communism in the Nordic
Countries, 1917–1990. Communist parties – organisational development and
electoral support“, Red Star in the North. Communism in the Nordic Countries, ritstj.
Åsmund Egge og Svend Rybner, (Oslo: Orkana Akademisk, 2015), bls. 37–61.
4 „Bolzhewisminn og siðmenningin“, Morgunblaðið 27. júlí 1919.
5 Sbr. skilgreiningu Journal of Global History, cambridge.org, sótt 10. ágúst 2017 af,
https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-global-history.
6 Sjá t.d. Transnational Moments of Change. Europe 1945, 1968, 1989, ritstj. Gerd
Rainer-Horn og Padraic Kenney, (Lanham, MD: Rowman and Littlefield, 2004).
Þessi nálgun hefur verið notuð með áhrifamiklum hætti í kvennasögu og verka-
lýðssögu; t.d: Women in Transnational History. Connecting the Global and the Local,
ritstj. Clare Midgley, Alison Twells og Julie Carlier, (New York: Routledge, 2016);
Towards a Global History of Domestic and Care Giving Workers, ritstj. Dirk Hoerder,
Elise van Nederveen Meerkerk og Silke Neunsinger, (Leiden og Boston: Brill,
2015).
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR