Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 50
49
sem lagt er upp með að rannsaka hvernig tiltekin fyrirbæri teygja sig yfir
landamæri og milli heimsálfa. Það kemur því tæpast á óvart að nú þegar
fræðaheimurinn minnist þess að 100 ár eru liðin frá byltingunni hefur
verið lögð áhersla á þverþjóðlega og hnattræna samhengið.7 Mikið hefur
borið á vangaveltum um hvernig hún tengist viðburðum og sögulegum
breytingum víðs vegar um heiminn, bæði fyrir og eftir 1917.8 Þegar kallað
hefur verið eftir erindum og ritgerðum í tilefni afmælisins hafa sagnfræð-
ingar verið beðnir um að hugsa um byltinguna sem hnattrænan og þver-
þjóðlegan atburð. Jafnframt því hafa þeir verið hvattir til að beina sjónum
sínum að hinu smáa; einstökum persónum, atvikum eða birtingarmyndum
byltingarinnar í litlum samfélögum.9
Áhrif rússnesku byltingarinnar voru langt í frá einföld. Þótt byltingin
og það sem henni fylgdi – þ.e.a.s. fall keisaraveldisins, febrúarbyltingin,
októberbyltingin, uppbygging Sovétríkjanna og svo alþjóðlegrar komm-
únistahreyfingar – hafi átt upptök sín í Rússlandi var hún hnattrænn
stjórnmálaatburður. Sú pólitíska hugmyndafræði sem þar lá til grundvall-
ar, táknmyndir byltingarinnar og einstakir atburðir voru frá upphafi sam-
ofin stjórnmálalífi víða annars staðar og mynduðu flókinn vef sem náði um
7 Ég er að vísa til fræðilegrar umræðu í Evrópu og Norður-Ameríku. Það má gera
ráð fyrir því að allt aðrar áherslur séu áberandi í Rússlandi og annars staðar í heim-
inum.
8 Sbr. t.d.: „1917: Historical and Global Perspectives“, lse.ac.uk, sótt 26. júlí 2017
af, http://www.lse.ac.uk/Events/LiteraryFestival/2017/Wednesday-22-February/
Events/02-1917; „Reform and Revolution in Europe, 1917–1919: Entangled and
Transnational Histories“, uta.fi, sótt 26. júlí 2017, af http://www.uta.fi/yky/en/his/
conference/1917/index.html.; „The Russian Revolution and the Making of the
20th century. Global Perspectives at the Centennial“, washington.edu, sótt 27. júlí
2017 af, http://www.washington.edu/alumni/events/the-russian-revolution-and-
the-making-of-the-20th-century-global-perspectives-at-the-centennial/; „Confe-
rence: “The Wider Arc of Revolution: The Global Impact of 2017““, liberalarts.
utexas.edu, sótt 27. júlí 2017 af, http://liberalarts.utexas.edu/slavic/events/event.
php?id=42893.
9 Þegar auglýst var eftir framlögum til árlegrar verkalýðssöguráðstefnu í Linz í
Austurríki – sem var helguð hnattrænni sögu byltinga – var meðal annars stungið
upp á því að fræðimenn beindu sjónum að litlum einingum svo sem verksmiðjum,
plantekrum, tilteknu þorpi, hverfi eða heimili, sjá: „Worlds of Labour Turned
Upside Down – Revolutions in Global Historical Perspective“, ith.or.at, sótt 27.
júlí 2017 af, http://www.ith.or.at/konf_e/ith_2017_preliminary_programme.pdf.
Að sama skapi boðar háskólinn í Essex til ráðstefnu undir titlinum „Rethinking the
Russian Revolution of 1917 as a global event in local contexts“, sjá: www1.essex.
ac.uk, sótt 27. júlí 2017 af, https://www1.essex.ac.uk/history/news_and_seminars/
conferences.aspx.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?