Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 59
58
Óhræddur geng ég undir fánann, ef aðeins við fáum að njóta krafta
ykkar 5 – Sælans, þín, Sillans, Stebbans og Billans.39 – Ef svo verður
– skulum við sigra. Æskulýðurinn íslenski bíður eftir að mega fórna
sjer fyrir hugsjón sem fullnægir hugsjónaþörf hans. K.F.U.M. og
Ungmfj.sk. hefur gersamlega brugðist, lýsisbragð er að kenningum
þeirra – kommúnisminn og stjettabaráttan er beisk en æskulýðn-
um finst alt gott sem beiskt er – „Frelsi öreiganna!! mun hinn ísl.
æskulýður hrópa eftir 1-2 ár svo kveður við í seinustu höllum borg-
aranna.40
Kjörum kvenna var vægast sagt lítill gaumur gefinn í Alþýðublaðinu, og
almennt er erfiðara að finna dæmi um hvernig stjórnmálaskoðanir verka-
kvenna mótuðust á upphafsárum íslenskrar vinstri hreyfingar.41 Að sama
skapi er ekki hlaupið að því að átta sig á hvernig byltingarboðskapurinn
kann að hafa höfðað til ólíkra hópa íslenskra kvenna á upphafsárum umræð-
unnar. Til þess þarf frekari rannsóknir. Það væri til að mynda áhugavert að
sjá hvernig kvenréttindakonan Ingibjörg Benediktsdóttir, sem tók meðal
annars virkan þátt í Sambandi norðlenskra kvenna,42 komst að þeirri nið-
urstöðu að í „sovétkonunni“ væri fram komin hennar „æðsta og dýrsta
æskuhugsjón“, eins og hún orðaði það sjálf í ljóði.43
39 Hér nefnir Vilhjálmur, auk Einars, þá Ársæl Sigurðsson, Hendrik Ottósson, Stefán
Pjetursson og Brynjólf Bjarnason.
40 Lbs. Gögn Einars Olgeirssonar. Bréf frá Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, Reykjavík 13.
ágúst 1924.
41 Það er þó vitaskuld ekki ógerlegt og það er full ástæða til að hvetja til rannsókna
af því tagi. Þá má nefna hér eina mikilvæga og velþekkta frumheimild sem gefin
var út fyrir nokkrum árum: Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915 –
1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar,
Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman, (Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2012). Um fyrirliggjandi rannsóknir á róttækum vinstri konum á
Íslandi sjá nmgr. 21. Sjá jfr. hugleiðingar um leiðir til að flétta konur inn í íslenska
stjórnmálasögu: Ragnheiður Kristjánsdóttir, „Nýr söguþráður. Hugleiðingar um
endurritun íslenskrar stjórnmálasögu“, Saga 52:2/2014, bls. 7–32. Sjá sérstaklega
um íslenskar vinstri konur bls. 24–28.
42 Sjá t.d. „Fundargerð aðalfundar Sambands norðlenskra kvenna 1926“, Hlín
10:1/1926, bls. 7–11. Ingibjörg var jafnframt því virk í Jafnaðarmannafélag-
inu á Akureyri, sbr. Jafnaðarmannafélagið á Akureyri. Fundagerðabók 1924–1932,
Jón Guðnason bjó til prentunar, (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands,
1990).
43 úr ljóði hennar „Sovétkonan“, í Ingibjörg Benediktsdóttir, Horft yfir sjónarsviðið.
Ljóðmæli, Reykjavík: Víkingsútgáfan, 1946, bls. 62–63. Í minningargrein um Ingi-
björgu er því haldið fram að sósíalisminn hafi birst henni „sem fegursta mann-
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR