Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 60
59
En óhætt er að gera ráð fyrir því að rússneska byltingin og kommúnism-
inn hafi höfðað til íslenskra kvenna á annan hátt en til karla. Eftirfarandi
orð Ingibjargar Steinsdóttur úr bréfi til Einars Olgeirssonar frá árinu 1925,
gefa til kynna að svo hafi verið:
Ég hef núna seinnipartin í vetur sérstaklega, feingið brennandi
áhuga fyrir að gjöra eitthvað fyrir verkalíðin hérna, þó sérstaklega
verkakonurnar. Þegar ég er meðal þeirra, finn ég að ég veit töluvert
meira en þær. Þær líta líka upp til mín og bera traust til mín, og ég
finn að ég get verið eitthvað fyrir þessar konur. Og ég held maður
eii að vera þar sem maður getur verið eitthvað fyrir aðra. Eftir því
sem maður getur gjört meira til góðs í lífinu líður manni líka sjálfum
betur. ... Hvað ég vildi að ég væri vel að mér í sósíalismus!! ... Mér
veitir mjög létt að tala um það sem ég ber skinbrag á, en ég er altof
grátlega illa að mér í sósíalismus.44
Ingibjörg leitaði leiða til að vinna verkakonum gagn enda fannst henni
hún eiga erindi í pólitík. En henni fannst hún veik í kenningunni og vildi
læra meira um sósíalismann. (Og það varð úr. Seinna fékk hún til dæmis
tækifæri til að dvelja í 7 vikur í Moskvu og þegar hún var komin heim aftur,
árið 1930, ferðaðist hún um landið og hélt fyrirlestra um Rússland.45)
Yfirfærsla
Í áðurnefndu viðtali við bolsévikann í Dagsbrún 1919 er að finna hugleið-
ingar um hvernig hægt væri að framkvæma (rússneska) byltingu á Íslandi.
Fullyrt er að þótt bolsévikar ætluðu sér að láta alþýðuna taka alla stjórn og
öll verðmæti í sínar hendur væri ekki endilega ætlunin að snúa öllu á hvolf.
Til dæmis stæði ekki til að láta embættismennina moka flór ef starfskraftar
þeirra nýttust betur til annars. Þannig mætti kannski láta þá skrifa greinar
í búnaðarrit um lækningu á júgurmeinum „á rollum, broddskitu á lömbum
… skjögur á hlöðukálfum og þess háttar“. Þá sagði bolsévikinn ólíklegt
að íslenskir atvinnurekendur, athafnamenn og embættismenn yrðu látnir
félagshugsjónin sem hún hafði kynzt“. Sjá: Gunnar Benediktsson, „Ingibjörg
Benediktsdóttir“, Þjóðviljinn 20. október 1953.
44 Lbs. Gögn Einars Olgeirssonar. Bréf frá Ingibjörgu Steinsdóttur, Akureyri 22. apríl
1925.
45 Sbr. stutt frétt í Skutli 1. maí 1930. Sjá jfr. um Ingibjörgu rit sem vísað er til í nmgr.
21.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?