Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 65
64
svo „skerandi ósamræmi við umhverfið“ að nærvera hennar „vekur óþæg-
indi og sársaukablandna gremju“. Hún er óörugg, finnur sér ekki stað að
sitja á, og endar grátandi utan við kirkjuna. Í sögulok kemur svo í ljós að
hún á ekki einu sinni vasaklútinn sem hún grætur í:
Hægri höndin er krept utan um klútinn, sem hún hafði orðið að fá
að láni og átti engin ráð til að borga, þrátt fyrir æfilangan þrældóm,
klútinn, sem hafði drukkið í sig tárin hennar þegar hún grjet ein-
stæðingsskap sinn og auðnuleysi.56
Kristín kynnir þannig til sögunnar persónu sem er eins réttlítil og aum og
nokkur manneskja gat orðið í íslensku samfélagi á þessum tíma – konu sem
var sístritandi, niðurbrotin og allslaus sveitarómagi. Lausleg athugun leið-
ir í ljós að þess háttar kvenímynd átti eftir að verða ríkjandi í stjórnmála-
orðræðu kommúnista og síðar sósíalista. Í Jólablaði verkakvenna, sem gefið
var út í nafni Kvennadeildar Kommúnistaflokksins árið 1931, birtist t.a.m.
smásaga eftir Halldór Stefánsson þar sem þvottakerlingin Gudda [!] gamla
lendir í fangelsi fyrir að hafa stolið mat úr búri kaupmannsfrúarinnar.57
Jafnframt því að vekja athygli á erindi kommúnismans til kvenna með
því að draga upp mynd af umkomulausum konum af lægsta þrepi íslenska
þjóðfélagsstigans, fólst í stjórnmálaorðræðu íslenskra kommúnista loforð
um nýtt og betra samfélag þar sem konur yrðu frjálsar og jafnréttháar
körlum. Hugsanlega var þetta oftar en ekki gert með því að vísa einfald-
lega til „ástandsins í Sovétríkjunum“.58 En þó eru til dæmi um tilraunir
til að færa Sovétkonuna inn í íslenskt samhengi, m.ö.o. að bræða saman
sovéska og íslenska menningu. Ljóð kvenréttindakonunnar Ingibjargar
Benediktsdóttur, sem áður var getið, um sovétkonuna er einmitt gott dæmi
um slíka sambræðslu. Í fyrstu tveimur erindunum er spurt hvort sovétkon-
an eigi sér ekki hliðstæðu í sögnum af sterkum íslenskum fornkonum:
56 Kristín Sigfúsdóttir, „Örbirgð“, Réttur 12:1/1927, bls. 24–27.
57 Halldór Stefánsson, „Þjófnaður“, Jólablað verkakvenna, Reykjavík: Kvennadeild
kommúnistaflokks Íslands, 1931. Til merkis um að þetta stef lifir áfram í orðræðu
róttækra vinstri manna, sjá sögubrotið „Aldrei skal ég bogna“ sem birtist í greina-
flokknum „Myndir úr lífi alþýðunnar“ í lýðveldisútgáfu Þjóðviljans 17. júní 1944,
bls. 10–11.
58 Sbr. t.d. margt af því sem birtist í tímaritinu Nýju konunni sem kom út á vegum
Kommúnistaflokksins á fjórða áratugnum.
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR