Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 66
65
Heyr, sovétkona, seg mér: hver ert þú?
Hvort sá ég þig ei löngu fyrr en nú?
Já, varstu ei forðum valkyrjan sem glæst,
sem voldug þeysti fram og gnæfði hæst?
Gekk ei þín tryggð með Bergþóru á bál,
og bætti um Grettis sekt þín móðursál?
Hvort brann þitt skap í brosi Guðrúnar,
Og brá þín hönd upp skykkju Höskuldar?
Í næstu þremur erindum víkur ljóðmælandinn svo að kúgun kvenna og því
hvernig „konan“ mundi „rísa ný og sterk“ ef hún losnaði við hálshlekkina
og „hönd og andi“ fengi að starfa frjáls. Og þar hittir hún fyrir sovétkon-
una. Ljóðið endar á þessum tveimur erindum:
Sú heiða draumsýn, veit ég nú hver var,
hún vakti í sál mér heima og alls staðar.
Hin æðsta og dýrsta æskuhugsjón mín
Var einmitt, sovétkona, myndin þín.
Nú veit ég stærstu vígstöðvunum á,
hvar valkyrju og skjaldmey er að sjá,
það goðsögn hvorki eða hilling er,
með ægishjálm þar sovétkonan fer.59
Ingibjörg spyrðir saman aðdáun á sterkum fornkonum og aðdáun á
Sovétkonunni. Hún er þannig innblásin af þeirri þjóðernisáherslu sem
var ríkur þáttur í orðræðu íslenskra kommúnista. Um leið er Sovétkonan
sett í skýrt samhengi við kvenréttindabaráttuna. Þegar komið var fram yfir
seinna stríð héldu róttækar vinstri konur áfram að spinna þráð úr þessum
þáttum, ekki síst í hinu öfluga og áhrifamikla kvennatímariti Melkorku sem
sótti nafn sitt í Laxdælasögu.
Niðurstöður
Fréttir af rússnesku byltingunni bárust jafnóðum til Íslands og höfðu strax
áhrif á íslenska stjórnmálaumræðu. Til að byrja með voru áhrifin minni
háttar og atburðirnir virtust fjarlægir og framandi. En smám saman hófst
skipulegur innflutningur bolsévismans til Íslands. Þar var að verki ungt
59 Ingibjörg Benediktsdóttir, Horft yfir sjónarsviðið, bls. 62–63.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?