Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 70
69
sverrir Jakobsson
Nýir söguþræðir
Íslenskir sósíalistar og hin efnislega söguskoðun,
1917–1930
Vjer göngum út frá grundvallarsetningunni, að þróun mannfjelags-
ins sje lögmálum háð. Án hennar er öllum pólitískum skoðunum
ofaukið og öll pólitísk og fjelagsleg starfsemi leikur og fálm. Það
er því skiljanlegt, að sá flokkur, sem hefir sett sjer það markmið að
gerast frumherji nýrra tíma, skapandi máttur þjóðfjelagsins – bylt-
ingaflokkurinn, leggi einkum stund á rannsókn þessara mála. Frá
sjónarmiði hinnar efnalegu söguskoðunar er mannkynssaga ekki
annað en rannsókn þessara lögmála, hinna fjelagslegu þróunarafla.
Þannig verður þjóðfjelagsfræði og saga ekki annað en tvær hliðar
einnar og sömu vísindagreinar.1
Sósíalismi og hin efnislega söguskoðun komu til Íslands eins og óað-
skiljanlegir síamstvíburar; tvær hliðar einnar og sömu heimsmyndar sem
verkalýðshreyfingin var að móta sér í upphafi 20. aldar. Þessari heims-
mynd fylgdi ný hugsun um grundvallarlögmál samfélagsins, nýtt tungutak
og ný orðræða um fortíðina.
Hér virðist byltingin í Rússlandi hafa markað tímamót þar sem ungir
byltingarsinnar urðu leiðandi í umræðu um söguskoðun. Eins og kunnugt
er hafði byltingin í Rússlandi margvíslegar afleiðingar um allan heim, á
sviði stjórnmála, hugmynda, menningar og efnahagslífs. Á Íslandi varð hún
til þess að nýtt hugtak varð mönnum skyndilega tamt á tungu. Farið var
að ræða um söguskoðun. Þó hafði ný söguskoðun verið hluti af orðræðu
evrópskra sósíalista í rúman mannsaldur og þá sérstaklega hin efnislega
söguskoðun (þ. Historischer Materialismus), eins og hún birtist í verkum
1 Brynjólfur Bjarnason, „Hin efnalega söguskoðun“ Réttur, 15 (1), 1930, 3–19, hér
bls. 3.
Ritið 3/2017, bls. 69–86