Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 71
70
Karls Marx.2 Hún var andsvar við ríkjandi hugmyndum um hugmyndir
sem hreyfiafl sögunnar en Marx og sporgöngumenn hans töldu á hinn
bóginn að hugmyndir endurspegli þær samfélagsaðstæður sem eru ríkjandi
hverju sinni. Athyglisvert er að hugtakinu er snúið við í íslenskri þýðingu.
Í þýska frumhugtakinu er efnishyggja kjarninn (efni stýrir anda), en hug-
takið „sögulegur“ felur í sér þrengri skilning þar sem efnishyggjunni er
beint að hinu sögulega. Í íslenskunni er sagan hins vegar í forgrunni en
orðið efnislegur þrengir svo skilninginn á hinu sögulega. Þetta er afleið-
ing þess hvernig umræða um sögulega efnishyggju hófst á Íslandi, hún
var frá upphafi hluti af orðræðu um söguskoðun, frekar en heimspekilegri
umræðu um andlegt og efnislegt sem síðan var heimfært upp á söguna.
Jafnaðarmenn fundu ekki upp orðið „söguskoðun“; það má finna á
stöku stað í íslenskum ritum fram á þriðja áratug 20. aldar. Á hinn bóg-
inn fór umræða um þetta hugtak mjög vaxandi upp úr 1920 og var það
greinilega fyrir áhrif ungra marxista sem komu til Íslands úr háskólanámi
erlendis. Má jafnvel ganga svo langt að halda því fram að umræða um
marxisma á Íslandi hafi ekki síst snúist um þetta kjarnaatriði hans, hina
efnislegu söguskoðun.
Í máli því sem hér fer á eftir er ætlunin að greina umræður Íslendinga
um hina efnislegu söguskoðun á þriðja áratug 20. aldar. Hér virðist ákveð-
in víxlverkun hafa átt sér stað. Í fyrsta lagi varð byltingin og pólitísk áhrif
hennar til þess að umræða um söguskoðun fór vaxandi. Í öðru lagi, og
kannski ekki eins augljóslega, snerist umræða um jafnaðarstefnuna iðulega
um þetta atriði sem bæði stuðningsmenn og andstæðingar hennar skil-
greindu sem lykilatriði hennar, hina efnislegu söguskoðun.
Hér á eftir verður farið yfir það hvers konar söguskoðun var ríkjandi á
Íslandi áður en hreyfing sósíalista kom til sögunnar. Því næst verður vikið
að hugmyndum marxista um hina efnislegu söguskoðun og að hvaða leyti
hún markar róttækt frávik frá ríkjandi hugmyndum borgaralegra sagn-
fræðinga. Þá verður hugað að því hvenær hugmyndir marxista um hina
efnislegu söguskoðun tóku að láta á sér kræla á Íslandi og hver viðbrögðin
við þeim voru. Eins og áður er getið þá mótuðust viðbrögðin við hinni
efnislegu söguskoðun af afstöðu viðkomandi aðila til jafnaðarstefnu og
2 Um hina efnislegu söguskoðun sjá t.d. Erik Olin Wright, Andrew Levine & Elliott
Sober, Reconstructing Marxism: Essays on Explanation and the Theory of History
(London & New York: Verso, 1992), bls. 13–46; Paul Blackledge, Reflections on the
Marxist Theory of History (Manchester & New York: Manchester University Press,
2006), bls. 20–52.
sveRRiR JaKobsson