Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 74
73
að þróunin myndi halda áfram og að næsta bylting yrði framkvæmd af
verkalýðnum gegn borgarastéttinni.
Þessi stutta skilgreining lagði meginlínurnar í marxískri söguskoðun þó
að hún ætti eftir að taka ýmsum breytingum, ekki síst hvað varðaði spurn-
ingar sem Marx lét ósvarað. Stærsta viðbótin hvað varðaði þróunarsögu
mannkyns er líklega hugmynd ástralska fornleifafræðingsins V. Gordon
Childe um landbúnaðarbyltingu sem hefði átt sér stað á nýsteinöld og haf-
ist um 8–10 þúsund árum fyrir fæðingu Krists.8 Childe var virkur innan
hinnar sósíalísku hreyfingar og undir miklum áhrifum frá Marx. Önnur
mikilvæg viðbót er hugmyndin um umbreytingu kapítalismans frá 19. öld
yfir í svokallaðan síðkapítalisma, sem fjallað er um í ritum fræðimanna
á borð við Rudolf Hilferding, Ernest Mandel og Frederic Jameson, sem
hefur að mörgu leyti önnur auðkenni en ríkjandi þjóðskipulag á tímum
Marx.9
Þróunarkenning hinnar efnislegu söguskoðunar var mikilvægur hluti
af henni og hafði mikil áhrif innan hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar.
Þróunarhugmyndir Marx veittu sósíalistum von um að valdataka verka-
lýðsstéttanna væri á næsta leiti og skýrt markmið til að stefna að. Þannig
fléttuðust saman pólitískar hugmyndir og hugmyndir um sögulega þróun.
Efnishyggjan sem slík hafði þó víðtækari áhrif en innan hreyfingar
sósíalista. Borgaralegir fræðimenn á borð við Max Weber tóku undir hug-
myndir Marx að einhverju marki en leituðust við að aðskilja efnishyggjuna
frá hugmyndum um valdatöku verkalýðsstéttarinnar.10 Aðrir tóku hins
vegar þann kost að hafna efnishyggjunni með öllu og leggja áherslu á hug-
hyggju og áhrif sterkra einstaklinga á söguna.
Söguskoðun Íslendinga á 19. öld
Sagnfræði varð ekki háskólagrein á Íslandi fyrr en 1911, þegar tekin var upp
kennsla í Íslandssögu sem hluti af stærri heild íslenskra fræða. Eigi að síður
8 Sjá t.d. V. Gordon Childe, Man Makes Himself (London: Watts & Co, 1936); V.
Gordon Childe, What Happened in History (Harmondsworth: Penguin Books,
1942).
9 Sjá Rudolf Hilferding, Das Finanzkapital. Eine Studie über die jüngste Entwicklung
des Kapitalismus (Vín: Wiener Volksbuchhandlung, 1910); Ernst Mandel, Der Spät-
kapitalismus (Suhrkamp Verlag, Berlin 1972); Fredric Jameson, Postmodernism, or,
The Cultural Logic of Late Capitalism (Durham: Duke University Press, 1991).
10 Sjá Georg G. Iggers, Sagnfræði á 20. öld. Frá vísindalegri hlutlægni til póstmódernískr-
ar gagnrýni, þýð. Eiríkur K. Björnsson, Ólafur Rastrick og Páll Björnsson. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 37 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004), bls. 93.
NÝIR SÖGUÞRÆðIR