Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 75
74
lögðu nokkrir Íslendingar stund á sagnfræði í bland við annað starf. Nokkur
þróun varð á viðhorfum Íslendinga til sagnfræði og forsendna söguskoðunar
en án þess að fræðileg umræða um forsendur hennar færi hátt.
Á fyrri hluta 19. aldar var höfuðverk íslenskrar sagnaritunar ritið Íslands
Árbækur í söguformi eftir Jón Espólín, sem kom út á árunum 1821–1855.
Þetta var yfirlitsrit í formi annáls þar sem höfundur nýtti sér ýmsar heim-
ildir án þess að þeirra væri alltaf getið. Verk Espólíns er í anda aldagamalla
hefða innan sagnaritunar en undir litlum áhrifum þeirrar háskólasagnfræði
sem var að þróast í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar.11 Viðhorf Leopolds
Ranke og hins gagnrýna skóla í heimildarýni bárust ekki til Íslands fyrr
en með Jóni Sigurðssyni. Allt starf Jóns Sigurðssonar á sviði Íslandssögu
er gegnsýrt af viðhorfum Rankes. Hann lagði áherslu á útgáfu frumheim-
ilda, ekki síst skjala, og var höfuðverk Jóns á því sviði útgáfa íslensks forn-
bréfasafns, en fyrsta bindi þess kom út á árunum 1857–1876. Á meðan
útgáfa frumheimilda var skammt á veg kominn taldi Jón ekki þörf á frekari
yfirlitsritun um Íslandssögu og vanrækti verkefni á því sviði sem honum
var fengið af Englendingnum G. E. J. Powell.12
Arftakar Jóns Sigurðssonar héldu áfram starfi hans við heimildaútgáfu
og var útgáfa fornbréfasafnsins þar forgangsatriði. Þjóðskjalaverðirnir Jón
Þorkelsson og Hannes Þorsteinsson voru í fararbroddi íslenskra sagn-
fræðinga og helguðu sig slíkri heimildaútgáfu.13 Nokkrir íslenskir sagn-
fræðingar voru þó búsettir í Kaupmannahöfn, t.d. Bogi Th. Melsteð og
Valtýr Guðmundsson, og einbeittu þeir sér að sértækari rannsóknum á
miðaldasögu.
Þrátt fyrir skort á yfirlitsritum var þó tiltekin söguskoðun ríkjandi á
Íslandi og birtist iðulega í ritum sagnfræðinga sem eins konar ósögð for-
senda. Í henni fólst tvenns konar sýn. Annars var hringlaga sýn á þróun
11 Sjá einkum Ingi Sigurðsson, „The Historical Works of Jón Espólín and His Con-
temporaries. Aspects of Icelandic Historiography, doktorsritgerð við Edinborg-
arháskóla,“ 1972; Upplýsing og saga. Sýnisbók sagnaritunar Íslendinga á upplýsingaröld,
útg. Ingi Sigurðsson (Reykjavík: Rannsóknastofnun í bókmenntafræði, 1982), bls.
7–48.
12 Sjá t.d. Sverrir Jakobsson, „Icelandic Medieval documents: From Diplomatarium
Islandicum to digital publishing“, Almanach medievisty editora. The Medievalist Editor
Almanac, ritstj. Pavel Krafl (Prag: Historický ústav, 2011), bls. 42–45; Sverrir Jak-
obsson, „L’historiographie de l’Islande médiévale aux XIXe–XXe siècles : courants
et contre-courants“, Revue d’histoire nordique, 19 (2016), bls. 35–56.
13 Sjá Ingi Sigurðsson, Íslensk sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar. Ritsafn
sagnfræðistofnunar, 15 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1986), bls.
34–36, 53–57.
SVERRIR JAKOBSSON