Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 80
79
og notaði ýmis sömu hugtök og Karl Marx, fjallaði t.d. um stéttabaráttu
og verkalýðinn. Deilt hefur verið um áhrif hans á Marx og var ritgerð
Stefáns ætlað að varpa ljósi á þau, en hafi hann hugsað sér að einbeita sér
sérstaklega að hinni efnislegu söguskoðun virðist hann hafa horfið frá því
ráði.34 Stefán Pétursson var þá einn af leiðtogum íslenskra kommúnista
en gekk til liðs við Alþýðuflokkinn á fjórða áratugunum og var þá í harðri
andstöðu við fyrri félaga.35 Þar með er ekki sagt að hann hafi hafnað hinni
efnislegu söguskoðun, enda var hún í öndvegi hjá bæði vinstri og hægri
væng íslensku verkalýðsflokkanna.
Önnur tíðindi sem íslenskum jafnaðarmönnum voru ofarlega í huga
um þessar mundir var útkoma bókar Einars Olgeirssonar um Rousseau.36 Í
ritdómi um bókina í Alþýðublaðinu 19. júní 1926 segir Brynjólfur Bjarnason
að þetta sé „í fyrsta skifti, sem Íslendingur ritar stærri bók frá sjónarmiði
hinnar efnalegu söguskoðunar, hinnar vísindalegu jafnaðarstefnu“.37 Bók
Einars er þó fyrst og fremst frásögn sem styðst við sjálfsævisögu Rousseaus
og ýmis önnur rit um hann. Á hinn bóginn sést að Einar hefur kynnt sér
hugmyndir Karl Marx um þróun sögunnar. Til dæmis bendir hann á að
um miðbik 18. aldar hafi borgarastéttin franska farið að búa sig undir „hið
sögulega hlutverk, sem henni er lagt á herðar, að steypa einveldisskipulag-
inu og reisa hið borgaralega þjóðfjelag á rústum þess“.38 Einkum koma þó
hugmyndir Marx fram þegar Einar ræðir um Rousseau sem boðbera ein-
staklingshyggju þar sem hann tileinkar sér hugmyndir Marx um grundvöll
og yfirbyggingu:
34 Skiptar skoðanir eru um áhrif Steins á Marx, sbr. Shlomo Avineri, The Social and
Political Thought of Karl Marx (Cambridge: Cambridge University Press, 1968),
bls. 53; Raimund Hörburger, „Lorenz von Stein et Karl Marx“, Archives De Philoso-
phie 37: 3 (1974), bls. 377–405. Sjá nánar Herbert Uhl, Lorenz von Stein und Karl
Marx: Zur Grundlegung von Gesellschaftsanalyse und politischer Theorie 1842–1850,
doktorsritgerð við háskólann í Tübingen, 1977. Þetta hefur verið nokkuð í umræðu
á Íslandi því að lesa má í skrifum íslenskra hægrimanna á fjórða áratugnum að hug-
myndir Marx séu í raun komnar frá Stein; sjá t.d. Jóhann Hafstein, „Stéttabarátta
kommúnismans“, Stúdentablaðið 13 (1936), bls. 15–18.
35 Sjá t.d. Aðalgeir Kristjánsson, „Stefán Pjetursson fyrrverandi þjóðskjalavörður“,
Þjóðviljinn 29. apríl 1987, bls. 6.
36 Einar Olgeirsson, Rousseau, (Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson, 1925).
37 Brynjólfur Bjarnason, „Einar Olgeirsson: Rousseau“, Alþýðublaðið 19. júní 1926,
bls. 4.
38 Einar Olgeirsson, Rousseau, bls. 39.
NÝIR SÖGUÞRÆðIR