Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 81
80
Því meira los, sem kom á framleiðsluskipulagið, því meir sem eig-
inframleiðslan varð að víkja fyrir markaðsframleiðslunni, því sjálf-
stæðari varð einstaklingurinn í þjóðfjelaginu. Um leið fann hann
og betur til sjerstöðu sinnar innan heildarinnar og jafnvel andstæðu
sinnar við hana. Hann var nú að verða sjer einstaklingstilveru sinnar
betur meðvitandi, var að losna úr þeim böndum, er hann hafði verið
tengdur heildinni. Tilfinningin um þetta sjálfstæði, sem hann er að
öðlast, kemur fram í einstaklingshyggjunni (Individualismus).39
Einar greinir því einstaklingshyggju sem hugmyndafræðilega afurð breyt-
inga á framleiðsluháttum, ekki sem hreyfiafl breytinga. Jafnframt skapar
hún vandamál þar sem samræmi vantar á milli einstaklingsins og heildar-
innar. Einar telur að Rousseau sé „oss ennþá náinn, þó að fjarlægur sje í
tíma, því að villuráfandi sál hans er sífelt að glíma við sömu þrautir sem
fjölmargir nútímamenn“.40
Hvernig samræmdist ritun ævisögu hinni efnislegu söguskoðun, þar
sem einstaklingarnir eru ekki hreyfiafl sögunnar? Í ritdómi sínum um
Rousseau Einars Olgeirssonar bendir Brynjólfur Bjarnason á að bókin sé
ekki um Rousseau einan, enda væri það varla í samræmi við hina efnislegu
söguskoðun, heldur fjalli bókin í raun og veru um „sál heillar stéttar á
einhverju mikilvægasta tímabilinu í þróunarsögu hennar. Það er sál alþýð-
unnar á gelgjuskeiði hennar“. Á hinn bóginn bendir ritdómari á að
á einum stað í bókinni er athugavert ósamræmi við anda bókarinnar
og söguskilnings höfundar. Ber sízt að leyna því. Rannsóknaraðferð
marxismans er alt of dýrmætt vopn í baráttu verkalýðsins til þess, að
vér getum horft á, að á nokkurn hátt séu sljóvgaðar eggjarnar með
því að blanda stálið deigari málmi.41
Þar vísar Brynjólfur til skoðunar, sem að hans mati komi einnig fram í
Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson, sem er þessi:
Eitthvað, sem vér köllum náttúru, er starfandi í söguþróuninni,
óháð vilja mannanna, beinir rás viðburðanna inn á vissar brautir og
39 Sama rit, bls. 131.
40 Sama rit, bls. 137.
41 Brynjólfur Bjarnason, „Einar Olgeirsson: Rousseau“, Alþýðublaðið 19. júní 1926,
bls. 4.
SVERRIR JAKOBSSON