Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 82
81
stefnir að einhverju óljósu marki. Þetta er sambland af efnishyggju
19. aldarinnar og trúnni á ópersónulegan guð. Hin efnalega sögu-
skoðun lítur þannig á þennan hugsunarhátt, að hann sé sprottinn
af vanmáttartilfinningu einstaklingsviljans gagnvart hinum óskipu-
lögðu hagsmunaöflum þjóðfélagsins.42
Íslenskir jafnaðarmenn voru enn að fóta sig í beitingu hinnar efnislegu
söguskoðunar. Brynjólfur bætir þó við að þetta sé „algeng yfirsjón“ og
sennilega ónákvæmni, höfundur bókarinnar „hefir ekki gætt sín; honum
hefir fundist hann vera að yrkja“.43 Í sjálfu sér voru marxistar hins vegar
ekki andvígir ævisagnaritun sem sagnfræðilegu viðfangsefni, þvert á móti
notuðu þeir sér iðulega ævisöguna sem aðferð til að sýna stöðu einstak-
lingsins gagnvart samfélagslegri þróun.44
Ljóst er að fylgismenn byltingarinnar í Rússlandi litu á hina efnislegu
söguskoðun sem grundvallaratriði í hugmyndum Marx og í baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar. Hið sama gilti einnig um andstæðinga byltingarinnar.
Árni Pálsson ritaði grein „um bylting bolsévika“ í tímaritið Vöku 1928 þar
sem hann reynir að gera grein fyrir hugmyndum þeirra. Hann staðsetur
sjálfan sig í miðjunni, gagnvart „eineygum og auðtryggum fylgifiskum
byltingarinnar, sem trúa á hana eins og guðlega opinberun“ en einnig telur
hann að „harðsvíraðir auðvaldssinnar“ geri sér ekki grein fyrir eðli bylting-
arinnar. „Þeir eru margir svo skapi farnir, að helzt vildu þeir fótum troða
blindandi allar tilraunir, smáar og stórar, sem hnekkt gætu yfirráðum þeirra
yfir lýðum og löndum, og er baráttuaðferð auðvaldsins í Bandaríkjunum
ólyginn vottur þess.“ Árni telur sig þannig greina öfgar á báða bóga og
teflir fram þriðja valkostinum, „dómgreind skynsamra manna, sem hafa
það eitt markmið, að komast sem allra næst sannleikanum um orsakir og
eðli hinnar geigvænu byltingar“.45
Árni rekur uppruna byltingarinnar til kenninga Karls Marx en áréttar
„að þær hafi sætt eindregnum og fastlega rökstuddum andmælum stór-
merkra vísindamanna“.46 Hann telur að kenning Marx sé „ein megin
42 Sama rit, bls. 4.
43 Sama rit, bls. 4.
44 Matt Perry, Marxism and History (Basingstoke, Hampshire: Palgrave, 2002), bls.
9–10.
45 Árni Pálsson, „Um bylting bolsjevíka. Alræðisvald öreiganna og takmark þeirra“,
Vaka 2 (1928), 54–86 (bls. 54).
46 Sama rit, bls. 57.
NÝIR SÖGUÞRÆðIR