Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 84
83
Árni vildi þó ekki eigna Marx eða lærisveinum hans þessa uppgötvun nema
að takmörkuðu leyti. „Kenning hans um stéttabaráttuna var að vísu sagna-
riturum holl bending og beindi starfi þeirra inn á nýjar brautir. En meðan
þau orð hafa fullt gildi, að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði, þá verð-
ur sú kenning, að öll saga mannkyns sé eingöngu fólgin í eða sprottin af
baráttunni um þessa heims gæði, ósönn og háskalega villandi.“50 Líkt og
Brynjólfur Bjarnason tekur Árni Pálsson fyrri heimsstyrjöldina sérstaklega
til umfjöllunar en dregur af henni allt aðrar ályktanir: „Ófriðurinn mikli
færði mönnum og greypilega heim sanninn um, að verkalýður álfunnar er
ensku, þýzkur, franskur o. s. frv., en ekki þjóðernislaus, eins og Marx hafði
kennt.“51
Árni Pálsson heimfærir síðan stórmennasöguna sem hann hafði áður
dregið í efa upp á byltinguna í Rússlandi og telur að hún hafi verið verk
eins manns: Leníns, og að það sé „sameiginleg skoðun kommúnista og
fjandmanna þeirra, að Lenin einn hafi hleypt öreigabyltingunni af stokk-
unum og leitt hana til þess sigurs, sem auðið varð“.52 Hann telur að Lenín
hafi búið „yfir undraverðum persónulegum krafti, sem lagði aðra menn
flata að fótum hans og gerði honum fært að tæta í sundur eitt hið stór-
vaxnasta þjóðfélag heimsins og mylja allt skipulag þess og stofnanir mélinu
smærra.“53 Hér kemur fram það sem Brynjólfur Bjarnason nefndi „skiln-
ingur íslenskra borgara á rússnesku byltingunni“ þegar hann bjó fyrirlest-
ur sinn til prentunar í Rétti árið 1930. Brynjólfur lýsir honum svo, og vísar
m.a. í skrif Árna Pálssonar:
Til eru í Rússlandi undarlegir menn, sem búa yfir duldum öflum, er
vjer Norðurlandabúar fáum aldrei skilið. Þessir menn blinda rúss-
nesku þjóðina með töfrum sínum, og gera sjer það til gamans að
leiða hana út í siðspilt æfintýri, sem lýkur með hinum hræðilegustu
hörmungum. Lenin t.d. var í meðallagi gáfum gæddur, en hann
hafði slíkt dularfult vald yfir mönnum, að öll rússneska þjóðin hlýddi
boði hans og banni, og steypti sér þannig út í hina sárustu neyð. …
Ef einhver kommúnisti skrifaði eitthvað á þessa leið um áhrifamenn
auðvaldsríkjanna, t.d. Stresemann, Baldwin eða MacDonald, myndi
hann tafarlaust vera rekinn úr flokk sínum og tæpast talinn með
50 Sama rit, bls. 65.
51 Sama rit, bls. 65.
52 Sama rit, bls. 72.
53 Sama rit, bls. 74.
NÝIR SÖGUÞRÆðIR