Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 85
84
öllum mjalla. En slíkir rithöfundar þykja borgurunum prýðilega
fallnir til að gegna prófessorsstörfum við háskóla sína.54
Seinasta sneiðin virðist raunar ekki vera ætluð Árna Pálssyni heldur er
henni fremur beint til Magnúsar Jónssonar, prófessors í guðfræði, sem
Brynjólfur vísar einnig til. Hann reyndist þó forspár að því leyti að Árni
Pálsson var skipaður prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1931,
að undangenginni ritgerðasamkeppni. Hin borgaralega söguskoðun fékk
þannig opinbera viðurkenningu en hin marxíska söguskoðun var áfram á
jaðri háskólasagnfræðinnar.
Enda þótt skrif Árna og Brynjólfs kallist á og hvor um sig sé greinilega
meðvitaður um röksemdir hins þá fór ekki fram ritdeila þeirra á milli þar
sem hvor um sig fór skipulega yfir rök hins. Báðir leituðust þeir við að velja
sínum málstað ákjósanlegan vígvöll þar skynsemin hlyti að vera á þeirra
bandi. Þannig hvarflar ekki að Brynjólfi að lýsa öllum stórviðburðum sög-
unnar sem stéttabaráttu, hann telur hana hins vegar undirliggjandi og hið
raunverulega hreyfiafl breytinga. Árni gerir hins vegar þá kröfu til hinnar
efnislegu söguskoðunar að allir stórviðburðir sögunnar verði þá að hafa átt
sér stéttabaráttu sem forsendu. Á móti kemur að Brynjólfur telur andstæð-
una við hina efnislegu söguskoðun vera viljafrelsiskenningu kristindóms-
ins en gerir ekki ráð fyrir annarri útgáfu af hinni efnislegu söguskoðun
en hinni marxísku. Árni tekur hins vegar að sumu leyti undir gagnrýni á
viljafrelsiskenninguna og virðist að einhverju leyti fallast á nytsemi hinnar
efnislegu söguskoðunar. Hann leitast við að gera lítið úr Marx sem upp-
hafsmanni hinnar efnislegu söguskoðunar en viðurkennir þó í hinu orðinu
að framlag hans hafi verið mikilvægt. Brynjólfur teflir hinum efnislega
söguskilningi fram sem vísindalegri hugsun gagnvart trúarbrögðum en
virðist þó einnig telja að hann sé afstæður og stéttbundinn, söguskoðun
verkalýðsstéttarinnar gagnvart borgarastéttinni.
Niðurstöður
Í grein í Kyndli árið 1932 ritar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson um skoðun
marxista á mannkynssögunni og telur að hún brjóti
algerlega í bága við þann skilning, sem ríkt hafði fyrir daga Marx.
En vegna þess að auðvaldsskipulagið, sem nú ríkir, viðurkennir ekki
þessa nýju söguskoðun, þá er hún auðvitað heldur ekki kennd í skól-
54 Brynjólfur Bjarnason, „Hin efnalega söguskoðun“, bls. 6–7.
SVERRIR JAKOBSSON