Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 86
85
unum. Eins og áður er sagt er sögukennslan nú lítið annað en hálf-
gerðar æfintýrasagnir af „miklum mönnum“ og þá fyrst og fremst
drápsherrum. … Þannig verður sagnaritunin lítið annað en lopi til-
viljana og tilfella, því rótin að því ástandi, sem að mestu skapar þessa
einstaklinga, er alls ekki sýnd eða skýrð á neinn hátt.55
Vilhjálm má telja til hægfara jafnaðarmanna. Hann hélt tryggð við
Al þýðuflokkinn alla tíð og átti síðar hlutdeild í orðaskaki við kommúnista
á vinstrivængnum. Hvað varðar hina efnislegu söguskoðun var þó skiln-
ingur hans mjög svipaður skilningi Brynjólfs Bjarnasonar. Íslenskir marx-
istar og jafnaðarmenn vildu nýjan söguþráð og töldu að grundvöll hans
mætti finna í kenningum Marx. En þrátt fyrir umræðu undangenginna
ára var söguskoðun Marx ennþá utangarðs í skólakerfinu, takmörkuð við
verkalýðshreyfinguna og flokka sem skilgreindu sig sem verkalýðsflokka.
Óþol gagnvart hinni borgaralegu söguskoðun birtist víða í ritum
vinstrimanna um þessar mundir. Þannig mótmæltu ýmsir þeirra alþing-
ishátíðinni 1930 sem „minningarhátíð 1000 ára kúgunar“. Dæmi um skrif
af þessu tagi eru t.d. hefti Réttar árið sem helgað var „þúsundáraríki yfir-
stjetta á Íslandi“.56 Eigi að síður var umræða um hina efnislegu söguskoð-
un ekki langt komin á veg á Íslandi um 1930.
Sú kynslóð íslenskra sósíalista sem tók þátt í umræðu um hina efnislegu
söguskoðun var þó lengi á sviðinu eftir 1930 og átti eftir að hafa ýmiss
konar áhrif. Brynjólfur Bjarnason var menntamálaráðherra 1944–1947 og
beitti sér þá fyrir ýmsum nýmælum í íslensku skólakerfi. Einar Olgeirsson
félagi hans reyndi að greina Íslandssöguna út frá þessu sjónarhorni og
síðan fylgdu ýmsir sagnfræðingar í kjölfarið, t.d. Björn Þorsteinsson, en rit
hans báru meiri svip af hinni efnislegu söguskoðun eftir því sem á leið.57
Hin efnislega söguskoðun kom einnig við sögu, í bland við aðrar stefnur,
þegar félagssagan fór að eflast innan háskólasagnfræði í kringum 1980.58
Hvað varðar hina efnislegu söguskoðun varð þó aldrei nein bylting í við-
horfum Íslendinga, einungis hægfara þróun.
55 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, „Jafnaðarstefnan IV“, Kyndill 4 (1932), bls. 180–81.
56 Sjá nánar Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál
1901–1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008), bls. 226–43.
57 Sjá Helgi Þorláksson, „Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoðun Björns
Þorsteinssonar“, Saga og kirkja. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar gefið út í tilefni
sjötugsafmælis hans 2. september 1987 (Reykjavík: Sögufélag, 1988), 183–91.
58 Sjá Loftur Guttormsson, „Rannsóknir í félagssögu 19. og 20. aldar“, Saga 38 (2000),
135–60, einkum bls. 138.
NÝIR SÖGUÞRÆðIR