Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 89
88
þekktar deilur íslenskra sósíalista, þar sem mjög greinilega sést hvernig
utanaðkomandi atburðir urðu til þess að þeir tvístruðust. Hugmyndafræði
þeirra og menningaráróður eru þannig sett í beint samhengi við grund-
vallargoðsögn Sovétríkjanna þegar skoðað er hvaða áhrif áföll og áskoranir
höfðu á skipulag og framkvæmd 7. nóvember hátíðahalda á Íslandi.
Gerð verður sérstök grein fyrir tveimur byltingarafmælum sem áttu
það sameiginlegt að vera erfið viðureignar fyrir íslenska sósíalista. Skoðað
verður hvernig haldið var upp á þrjátíu og níu ára afmæli byltingarinnar
árið 1956 í skugga innrásarinnar í Ungverjaland og hvernig staðið var að
stórafmælinu árið eftir. Þegar samskipti sendiráðsmanna, forystumanna
MÍR og VOKS (Samband menningartengsla við erlend ríki í Moskvu) eru
skoðuð árið 1957 er augljóst að þrátt fyrir að á brattann væri að sækja eftir
hið erfiða ár 1956, þegar til átaka kom fyrir framan sovéska sendiráðið á
byltingarafmælinu, þá var allt kapp lagt á að skipuleggja 40 ára stórafmæl-
ið, sem þrátt fyrir allt tókst vonum framar.3 Að lokum verður svo litið
stuttlega til ársins 1968 þegar byltingin var orðin rétt rúmlega hálfrar aldar
gömul og þess var minnst einungis rétt rúmlega tveimur mánuðum eftir
innrás Sovétmanna í Prag. En fyrst verður gerð grein fyrir hlutverki bylt-
ingarafmælisins og árlegra hátíðahalda í tilefni þess, bæði í Sovétríkjunum
og meðal íslenskra sósíalista.
Byltingarafmæli sem vopn í áróðurs- og útbreiðslustarfi
Sovétríkjanna
Frá upphafi lögðu bolsévikar þunga áherslu á gildi byltingarinnar og þaul-
skipulögð hátíðahöld voru ein leið til þess að skapa grundvallargoðsögn
hinna nýju Sovétríkja. Hin opinbera goðsögn hvíldi á þeirri staðhæfingu
að októberbyltingin hefði verið sjálfsprottin: að bolsévikar hefðu nánast
verið bornir til valda í bylgju fjöldahreyfingar í Rússlandi. Ekki upplifðu
þó allir byltinguna á þennan hátt og alla tíð frá október 1917 hefur verið
deilt um hvort byltingin hafi í raun verið valdarán bolsévika eða sjálf-
sprottin fjöldahreyfing.4
3 VOKS stendur fyrir Vsesojúznoe obschestvo kúltúrnoj svjazi s zagranítsеj og starf-
aði til ársins 1958.
4 Richard Pipes, The Russian Revolution (New York: Knopf, 1990) og Sheila Fitzpat-
rick, The Russian Revolution (Oxford: Oxford University Press, 1982) eru þekktir
fulltrúar þessara ólíku sjónarhorna. Einnig hafa fjölmörg ný eða uppfærð gömul
rit verið gefin út um rússnesku byltinguna á síðustu árum þar sem þessar deilur eru
RÓsa MagnúsdÓttiR