Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 91
90
Allt frá árinu 1917 er greinilegt að ákveðnir hópar í samfélaginu leggja
kapp á að minnast byltingarinnar með einum eða öðrum hætti. Þessir
hópar áttu allir sameiginlegt að vera til vinstri í hinu pólitíska litrófi:
þannig stóðu t.d. Verkamannafélagið á Akureyri og Jafnaðarmannafélagið
Sparta í Reykjavík fyrir árlegu kaffiboði og samkomu hinn 7. nóvember á
þriðja áratugnum. Árið 1932 styrktist útbreiðslustarf sósíalista til muna er
Sovétvinafélagið var stofnað og stóð það fyrir menningarviðburðum og
hátíðahöldum víðs vegar um landið upp frá því og fram að síðari heims-
styrjöld þegar samskipti við móðurfélagið í Sovétríkjunum slitnuðu.9
Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingin í Reykjavík skipulögðu
viðburði strax að lokinni síðari heimsstyrjöld, á því stutta tímabili þegar enn
lék ljómi um afrek Sovétmanna í stríðinu og kalda stríðið var ekki skollið
á af fullum krafti. Og í kalda stríðinu var félagið MÍR, Menningartengsl
Íslands og Sovétríkjanna í forsvari fyrir hátíðahöldin, nú í nánu samstarfi
við sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík og VOKS.
Þannig má t.d. sjá að árið 1921 var húsfyllir á byltingarhátíð sem haldin
var í stóra salnum í Báruhúsinu í Reykjavík. Hendrik Ottóson skrifaði í
minningabók sína að þessi mikli áhugi hefði verið farsælu fræðslustarfi að
þakka, m.a. bók Stefáns Péturssonar um Byltinguna í Rússlandi frá árinu
áður og ötulu starfi Alþýðublaðsins. Hátíð þessi er m.a. merkileg fyrir þær
sakir að Nathan Friedmann, rússneski drengurinn sem átti eftir að setja
Reykjavík á annan endann síðar í mánuðinum, var „nokkurs konar heið-
ursgestur“ og söng Alþjóðasönginn (Internationale) á rússnesku: „Var
hann ákaft hylltur af öllum viðstöddum sem munu hafa verið nær fjórum
en þrem hundruðum. Mátti greinilega sjá, að byltingin í Rússlandi átti
samúð fleiri manna en hins, þó nokkuð fámenna hóps, sem við höfðum
skipulagt.“10 Mál Nathans Friedmann verður ekki reifað frekar hér, enda
hafa því verið gerð ítarleg skil í söguritun Íslendinga, en látið nægja að
benda á að frá upphafi hefur þótt skipta miklu máli að vekja áhuga, helst
„samúð,“ með byltingunni og þeim gildum sem hún stóð fyrir.
Mánudaginn 7. nóvember árið 1927 var 10 ára afmæli rússnesku bylting-
arinnar fagnað víða um land, m.a. í Samkomuhúsi Akureyrar að viðstödd-
um nokkrum fjölda. Eftir ræðuhöld, m.a. um kúgun rússnesku alþýðunnar
og byltinguna sem náttúruafl, kaffidrykkju og kvæðalestur var „borðum
9 Sjá Kristinn E. Andrésson, Enginn er eyland: Tímar rauðra penna (Reykjavík: Mál
og menning, 1971), bls. 56–80.
10 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, 2. útg. (Reykjavík: Skuggsjá. Bókabúð Olivers
Steins SF, 1980), bls. 19.
RÓsa MagnúsdÓttiR