Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 92
91
hrundið“ og „skemmtu menn sér hið besta“ við dans frameftir kvöldi.11
Samband Sovétvina erlendis var stofnað í Moskvu á tíu ára afmæli bylting-
arinnar árið 1927 og fimm árum síðar, árið 1932 var Sovétvinafélagið stofn-
að í Reykjavík eins og áður hefur verið nefnt. Halldór Kiljan Laxness var
í Moskvu þetta haust og ritaði þaðan grein í málgagn Kommúnistaflokks
Íslands, Verklýðsblaðið, sem hann kallaði „Í tilefni af byltingarafmælinu“ og
er eitt samfellt lof um afrek Sovétríkjanna þau fimmtán ár sem liðin eru
frá byltingunni. Í greininni kom Halldór sérstaklega inn á sérstöðu Rauða
hersins:
hann er í senn óaðskilinn og óaðskiljanlegur fólkinu, í stað þess að
standa sem verndari „föðurlandsins“ (sem á hagnýtu máli táknar:
hagsmunir burgeisanna); – rauði herinn er samsettur af verkalýðn-
um, reiðubúinn til verndar áþreifanlegustu hagsmunum verkalýðs-
ins í stríði eða innrás, hann er ekki eingöngu bezti vinur fólksins,
heldur fólkið sjálft, gamlir og ungir, konur og karlar, – milli hans og
þess er ekki meira bil en milli verkalýðsins og ráðstjórnarinnar.12
Á fimmtán ára afmælinu var mikil áhersla lögð á uppfyllingu fyrstu fimm
ára áætlunarinnar í Sovétríkjunum, sem hafði einungis tekið fjögur ár og
hinn mikli árangur eystra settur í samhengi við ólgu meðal íslenskra verka-
manna í íslensku samfélagi árið 1932 og hvernig tekið var á henni. Þannig
lauk grein Halldórs á þann veg að í Rússlandi væri ómögulegt að ímynda
sér lögreglu berja á verkamönnum og kasta þeim „í tugthús fyrir að bera
fram hinar frumstæðustu lífskröfur sér til handa.“13 Eins og alkunna er átti
eftir að koma til enn meiri átaka á Íslandi einungis tveimur dögum eftir
byltingarafmælið 1932 þegar hinn alræmdi Gúttóslagur átti sér stað 9.
nóvember.
Til viðbótar við ítarleg og oft hástemmd skrif í dagblöð og tímarit
voru hátíðahöldin tilefni margskonar funda, kaffisamsæta, kvikmyndasýn-
inga og dansleikja svo eitthvað sé nefnt. Í tilefni af 11 ára byltingarafmæl-
inu árið 1928 hélt Jafnaðarmannafélagið Sparta „skemmtifund“ þar sem
11 Jafnaðarmannafélagið á Akureyri. Fundargerðabók 1924–1932 (Reykjavík: Ritsafn
Sagnfræðistofnunar, 1990), bls. 65.
12 Halldór Kiljan Laxness, „Í tilefni af byltingarafmælinu,“ Verklýðsblaðið 5. nóvember
1932, bls. 3.
13 Sama heimild.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“