Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 93
92
m.a. var boðið upp á skuggamyndir og dans að loknum ræðuhöldum.14
Félagsmenn voru hvattir til að hafa með sér gesti svo greinilegt er að vonir
stóðu til þess að skemmtanahaldið myndi vekja áhuga á Sovétríkjunum
utan raða sósíalista. Merkja má hið sama í auglýsingu um 7. nóvember
skemmtun í Alþýðuhúsinu á Siglufirði til að minnast tuttugu ára afmælis
rússnesku byltingarinnar árið 1937. Eftir ræður, kórsöng, upplestur og
skuggamyndir hófst dansleikur og hægt var að kaupa aðgang einungis að
dansinum sem hófst að lokinni dagskrá kl. 11 um kvöldið.15 Þarna var
beinlínis hægt að sleppa við allar umræður um Rússland og mæta beint á
dansleikinn þó sennilega hafi vonir staðið til þess að tilefnið væri öllum
viðstöddum ljóst.
Einnig var höfðað til ævintýraþrár og kapps sósíalista eins og sjá mátti
föstudaginn 2. apríl 1937, þegar Þjóðviljinn birti heilsíðuauglýsingu með
eftirfarandi fyrirsögn: „Hver vill fara til Sovjetríkjanna í haust? Ókeypis
ferð til Moskva og Leningrad á 20 ára afmæli rússnesku byltingarinnar
í haust, fær sá, sem safnar flestum nýjum áskrifendum að Þjóðviljanum.“
Samkeppnin stóð yfir í þrjá mánuði og þurftu keppendur að sjá til þess að
hverjum nýjum áskrifenda fylgdi fyrirframgreiðsla áskriftargjalds í einn
mánuð. Allt var innifalið í verðlaunaferðinni: ferðir, fæði, húsnæði og túlk-
ar og átti að dveljast samtals sjö daga í Sovétríkjunum. Hápunktur ferð-
arinnar var svo boð til sigurvegarans um að vera viðstaddur „hin miklu
hátíðahöld í Moskva í tilefni af tuttugu ára afmæli rússnesku byltingarinn-
ar.“16
Byltingin átti 25 ára afmæli í stríðinu miðju og af því tilefni gerðist rit-
höfundurinn Ilja Erenbúrg talsmaður sovéskra stjórnvalda út á við. Árið
var 1942, orrustan um Stalíngrad hafði staðið í 99 daga á byltingarafmæl-
inu, og í tilkynningu Erenbúrgs stóð að „Vér munum ekki halda fagn-
aðarhátíð fyrr en sigur er unninn.“17 7. nóvember hátíð Sósíalistafélags
Reykjavíkur var haldin í Oddfellowhúsinu og Iðnó og kom fram í tilkynn-
ingu samdægurs að uppselt væri á báða viðburðina.18 Á fyrsta bylting-
arafmælinu að stríði loknu, árið 1945, efndu Sósíalistafélag Reykjavíkur
og Æskulýðsfylkingin í Reykjavík til skemmtana í Listamannaskálanum og
Iðnó í tilefni af 28 ára afmæli rússnesku „verkalýðsbyltingarinnar.“ Fengu
14 Alþýðublaðið 7. nóvember 1928, bls. 1.
15 Brautin 7. nóvember 1937, bls. 4.
16 Þjóðviljinn 2. apríl 1937, bls. 2.
17 Þjóðviljinn 8. nóvember 1942, bls. 1.
18 Þjóðviljinn 7. nóvember 1942, bls. 1
RÓsa MagnúsdÓttiR