Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 96
95
hann lýsir afturhaldssemi þeirra sem „ekki viðurkenna þá óafturkallanlegu
staðreynd sem gerst hefur í októberbyltingunni, en heimta að hjólinu sé
snúið við.“ Í greininni er augljóst að þó svo Halldór lýsi yfir andstöðu
sinni við nýliðna atburði í Ungverjalandi, þá eru hugsjónir byltingarinnar
honum enn hugleiknar. „Slíkir menn, og þeir voru sem betur fer ekki fáir,
sáu að það var nær stefnu tímans að milda þetta heimsafl með vináttu,
heldur en berjast gegn því í heimskri miskunnarlausri blindni.“ Hann gerir
einnig greinarmun á persónulegum vinum og samstarfsmönnum hans í
Heimsfriðarhreyfingunni, sem hann vill meina að séu sammála honum
um óskiljanleika árásarinnar í Ungverjalandi, og fulltrúum hervaldsins.24
Rauði herinn var ekki lengur „bezti vinur fólksins“ eins og hann hafði
verið í skrifum Halldórs árið 1932.
Innrás Sovétmanna í Ungverjaland var áfall fyrir íslenska sósíalista og
olli mikilli geðshræringu almennt í samfélaginu. Þjóðviljinn fordæmdi inn-
rásina en hélt fast í sköpunarsöguna með því að segja í leiðara að verkn-
aðurinn væri ekki „í samræmi við hugsjónir sósíalismans.“ Og leiðaraskrif-
ari hélt áfram og náði á nokkuð áhugaverðan hátt að tengja atburðina
í Ungverjalandi við leyniræðuna með því að vonast til að ráðamenn í
Sovétríkjunum sem hefðu á „þessu ári gert mikið að því að játa víðtæk og
mjög alvarlega mistök sem gerð hafa verið um skeið“ myndu brátt gangast
við innrásinni sem mistökum.25 Hinn 8. nóvember mæltist Morgunblaðið
til þess að fánar væru dregnir í hálfa stöng í Reykjavík,26 sem heppnaðist
að þeirra sögn vel og var sjáanlegt daginn eftir um alla borg að flagg-
að væri í sorgarskyni nema „þar skáru sig úr tvær fánastengur, báðar á
húsum rússneska sendiráðsins í Túngötu og við Garðastræti, en þar voru
fánar enn við hún sem og í fyrradag á byltingarafmælinu.“ Að frumkvæði
hins frjálslynda Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) gerði
„vinnandi fólk af öllum stéttum“ 5 mínútna hlé á vinnu kl. 11 fyrir hádegi
hinn 8. nóvember, reyndar í óþökk Alþýðusambands Íslands, en vinnu-
stöðvunin þótti vel heppnuð og sagði Morgunblaðið varla bifreið hafa verið
sjáanlega á þessari hátíðlegu minningarstund. Rauði krossinn stóð fyrir
Ungverjalandssöfnun27 og að kvöldi hins 7. nóvember safnaðist fjöldi fólks
saman við sendiráð Sovétríkjanna, þar sem venju samkvæmt var haldið upp
á afmæli rússnesku byltingarinnar, til að mótmæla innrásinni.
24 Þjóðviljinn 7. nóvember 1956, bls. 7.
25 Þjóðviljinn 6. nóvember 1956, bls. 6.
26 Morgunblaðið 8. nóvember 1956, bls. 1.
27 Morgunblaðið 9. nóvember 1956, bls. 24.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“