Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 97
96
Byltingarafmælishátíð sósíalista, er auglýst hafði verið að halda ætti
á Hótel Borg hafði verið aflýst en augljóslega hætti sendiráðið ekki við
móttökuna. Þetta var sennilega í fyrsta skipti sem hollvinir Sovétríkjanna
stóðu ekki fyrir hátíðahöldum á þessum degi á Íslandi28 og samkvæmt
Morgunblaðinu mættu færri gestir í móttöku sendiráðsins en ella. Erlendir
sendimenn og íslenska ríkisstjórnin mættu ekki, einungis utanríkisráðherra
Íslands mætti, „vegna embættisskyldu“ og Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegs-
ráðherra, virðist einnig hafa látið sjá sig. Þrátt fyrir slæmt veður, hvassviðri
og mikla rigningu, mætti töluverður fjöldi fólks til að mótmæla aðgerðum
Sovétmanna og þegar gesti fór að bera að sendiráðinu voru gerð hróp að
þeim. Til átaka kom þegar leiðtogar sósíalista yfirgáfu samkvæmið, þeir
voru kallaðir „kvislingar, kommaagentar, böðlavinir og Stalinistar“ og kom
til kasta lögreglu er gerður var að þeim harður aðsúgur. Fáni sendiráðsins
var skorinn niður og rúða brotin í sendiráðinu. Morgunblaðið fordæmdi allt
ofbeldi en sagði þó að „gremja almennings á kommúnistum [væri] auð-
skilin.“29
Þjóðviljinn gerði sér að sjálfsögðu einnig mat úr þessum mótmæl-
um og á forsíðunni daginn eftir var rætt um „óðan Heimdallarskríl“ og
„ofbeldisárásir og skrílslæti“ í boði „nazistaklíku“ Sjálfstæðismanna. Líkt
og Morgunblaðið hafði nafngreint marga helstu gesti sendiráðsins, nafn-
greindi Þjóðviljinn helstu þátttakendur í mótmælunum og gerði mikið úr
þætti Sjálfstæðismanna sem og Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra,
sem þeir kölluðu „fyrrverandi nazistaleiðtoga,“ í að undirbúa og greiða
leið mótmælenda. Samkvæmt Þjóðviljanum beið mótmælendanna kaffi og
skjól í Valhöll að mótmælunum loknum, í boði Bjarna Benediktssonar.30
Aðfaranótt 8. nóvember var keyrt að prentsmiðju Þjóðviljans og rúða brot-
in svo augljóst er að hiti var í mönnum fram eftir nóttu.31 Myndir frá átök-
unum sýna greinilega ryskingar og átök í niðurrigndri mannmergð. Óhætt
er að fullyrða að mótmælendum hafi verið heitt í hamsi og að fengið hafi á
gesti sendiráðsins við þessa aðför.
Eftir innrásina í Ungverjaland var á brattann að sækja í menningar- og
útbreiðslustarfi íslenska sósíalista. Innrásin hafði að sjálfsögðu aukið veg
28 Morgunblaðið 7. nóvember 1956, bls. 2.
29 Morgunblaðið 8. nóvember 1956, bls. 16.
30 Þjóðviljinn 8. nóvember 1956, bls. 1 og 12.
31 Þjóðviljinn 8. nóvember 1956, bls. 1 og 12. Sjá einnig Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, Íslenskir kommúnistar, 1918–1998 (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2011),
bls. 325–26.
RÓsa MagnúsdÓttiR