Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 101
100
7. nóvember var lýst áhyggjum Bandaríkjamanna af „ófremdarástandi“
í vísindamenntun og öllu skólastarfi þar í landi er væri ástæðan fyrir því
að Bandaríkin „hafa nú orðið aftur úr á nokkrum mikilvægustu sviðum
nútímatækni.“44 Næsta dag var enn vísað í ósigur Bandaríkjanna og sagt
að þau vantaði „fjögur til fimm ár“ til að ná „Sovétríkjunum í smíði eld-
flauga og flugskeyta“ og vitnað var í Cole Foot, aðstoðarlandvarnaráðherra
Bandaríkjanna: „Það verður erfitt fyrir okkur að ná Rússunum.“45 Í leiðara
Morgunblaðsins hinn 7. nóvember viðurkenndi höfundur að einhverju leyti
styrk Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi en vildi þó ekki gera of mikið úr
afrekum Sovétmanna og sagði Sovétríkin nú „næst mesta tækniveldi heims
og ef til vill sterkasta herveldið.“46 Ekki var um að villast að Sovétmenn
höfðu unnið stórsigur í áróðursstríði kalda stríðsins og á það var heims-
byggðin líka minnt með viðhafnarmikilli hernaðarsýningu á Rauða torg-
inu hinn 7. nóvember.47
Ermoshin tók það líka fram að „afturhaldsöflin“ hefðu ekki „þorað“ að
mótmæla opinberlega eins og þau gerðu árið áður, og einungis „fáir með-
limir“ Frjálsrar menningar hefðu mætt í Gamla bíó til að hlusta Faludy.
Hann mat það svo að andsovéskur áróður um „atburðina í Ungverjalandi“
sem dreift var bæði á íslensku og rússnesku í tengslum við komu Faludys
hefði ekki borið árangur, sovéski fáninn hefði verið við hún í miðbæ
Reykjavíkur og sovéskir sendinefndarmenn hefðu ferðast óhindrað um allt
land og fengið vinsamlegar móttökur.
Sovéska sendiráðið mat það því svo, að hátíðahöldin hefðu verið fram-
kvæmd við mjög svo hagstæðar aðstæður á Íslandi og tengdi það greinilega
nýliðnum afrekum Sovétríkjanna í geimnum. Ermoshin var líka ánægður
með mætinguna í hina árlegu móttöku í sendiráðinu en þrátt fyrir flensu-
faraldur mikinn í Reykjavík mættu um 400 manns í móttökuna af þeim
592 sem hafði verið boðið. Ermoshin tók það fram að þar á meðal hefðu
verið ríkisstjórnarmeðlimir, fulltrúar stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga,
og „meira að segja“ aðilar úr viðskiptalífinu og öðrum samtökum. Erlendir
sendifulltrúar mættu líka í mótttökuna að þessu sinni, sem „fór vinsamlega
og frjálslega fram.“48
44 Þjóðviljinn 7. nóvember 1957, bls. 1.
45 Þjóðviljinn 8. nóvember 1957, bls. 1.
46 Morgunblaðið 7. nóvember 1957, bls. 12.
47 Þjóðviljinn 8. nóvember 1957, bls. 12.
48 GARF, f. 5283, op. 20. d. 87, ll. bls. 172–179.
RÓsa MagnúsdÓttiR