Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 103
102
t.d. greininni „Barátta og sigrar í 40 ár“ eftir Stefán Ögmundsson, hafi
aðallega verið horft til sigra og afreka rússneskrar alþýðu á þessu tímabili,
þó Stefán hafi einnig komið inn á ólík viðhorf til Sovétríkjanna: „Sjaldan
hafa andstæðingar sósíalismans fengið kærkomnari tækifæri til árása á
Sovétríkin en síðustu tvö árin og undrar engan þótt fast sé setið að seiði.“
Stefán hélt áfram og greindi stöðuna á mun ítarlegri hátt en en leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins hafði séð ástæðu til að gera:
Hitt verður þó að teljast furðumikill árangur af ófrægingu auðvalds-
ins um starf og stefnu sovétþjóðanna þegar menn, sem telja sig vin-
veitta baráttu alþýðunnar, snögglega hætta að sjá allt nema glöpin.
Þeir gleyma því að sigrarnir sem unnust, forðuðu útþurrkun heilla
þjóða, já, gleyma því í hofmóði og heilagri vandlætingu að auðvald-
ið sé til, nema þá sem meinlaus áhorfandi að erfiðleikum alþýð-
unnar við að umskapa veröldina í friðsaman, byggilegan heim. Og
þegar slíkir „vinir“ alþýðunnar eru teknir að rétta vopnin yfir virk-
isvegginn finnst manni ekki óeðlilegt þótt að þeim hvimaði spurn-
ing ljóðsins: „Hvers vegna ertu hér“?54
Deilurnar snérust nefnilega ekki lengur eingöngu um aðdáun og stuðn-
ing eða hatramma andstöðu við Ráðstjórnarríkin sem byltingin fæddi
af sér, tvístrunin meðal sósíalista hafði þær afleiðingar að ástandið var
nú mun flóknara en áður. Því verður að segjast að í ljósi þess að mjög
var nú deilt á Sovétríkin, sem mörgum þótti hafa sýnt sitt rétta andlit
í Ungverjalandi, virðist 40 ára afmælishátíð byltingarinnar hafa tekist
vonum framar. Jákvæðni sendiherrans var auðvitað að einhverju leyti til-
komin út af eðli starfs hans og nauðsyn þess að sannfæra yfirmenn hans í
Moskvu um að allt væri í lagi á Íslandi. En 1957 hátíðin sýnir þó einnig þá
einlægu trú að hægt væri að auka skilning milli þjóða með menningar- og
vináttutengslum. Þannig var á vinstri væng hægt að sameinast um grund-
vallargildi byltingarinnar en fordæma beitingu hervalds um leið, þó ekki
hafi allir séð ástæðu til þess heldur. Það samræmdist einnig markmiðum
byltingarinnar og Sovétstjórnarinnar alla tíð að horfa fram á veginn og
ekki dvelja við fortíðina; viðhalda þurfti drauminum um hina sósíalistísku
framtíð og þó svo að stuðningsmenn Sovétríkjanna væru nú að einhverju
leyti raunsærri í nálgun sinni tókst Sovétmönnum með áróðrinum í kring-
54 Þjóðviljinn 7. nóvember 1957, bls. 4.
RÓsa MagnúsdÓttiR