Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 104
103
um Spútnik að viðhalda sannfæringu og stuðningi margra sem þó voru
ósammála innrásinni í Ungverjaland.
Hægri vængur stjórnmálamanna sýndi grundvallargildum bylting-
arinnar að sjálfsögðu ekki sama skilning og kom það mjög skýrt fram í
viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, við ferð Hannibals
Valdimarssonar, félagsmálaráðherra, og Einars Olgeirssonar, forseta
Alþingis, til Moskvu til að vera viðstaddir hátíðahöldin þar í borg árið
1957. Bjarni Benediktsson sagði þetta „í fullkominni óþökk meiri hluta
Íslendinga... enda væri hér um þjóðarhneyksli að ræða og fullkomna van-
sæmd fyrir íslensku þjóðina.“ Lúðvík Jósepsson greip til varna og fannst
þetta nú „ómakleg ummæli um eina af okkar þýðingarmestu og beztu
viðskiptaþjóðum,“55 en sökum þess að Íslendingar áttu í miklu viðskipta-
sambandi við Sovétmenn, og voru einir þjóða Atlantshafsbandalagsins
með sovéthollan sósíalistaflokk í ríkisstjórn voru diplómatísk samskipti við
Sovétmenn oft nánari en annars viðgekkst á Vesturlöndum. Þannig hafði
Morgunblaðið vakið athygli á því árið áður að „Danir og Íslendingar voru
einu meðlimir Atlantshafsbandalagsins, sem sendu diplómatíska fulltrúa
til hinnar árlegu hersýningar á Rauða torginu í sambandi við rússneska
byltingarafmælið. Horfðu þeir þar á hinn rauða her, sem nú gengur milli
bols og höfuðs á ungversku þjóðinni.“56 Erlendir diplómatar kusu þannig
annars upp til hópa að sniðganga hátíðahöldin en leiða má að því líkum
að það hafi haft eitthvað að segja að á Íslandi var vinstri stjórn við völd en
í Danmörku voru sósíaldemókratar við stjórn undir forystu H.C. Hansen
svo ekki er hægt að segja það sama um ástæður Dana.57
Byltingarafmælið 1968 (Prag)
Fimmtíu ára afmæli rússnesku byltingarinnar var ekki haldið á tunglinu
eins og slegið hafði verið fram árið 1957, en mikið var þó gert úr afrekum
Sovétríkjanna sem „í tíð einnar kynslóðar“ hafði iðn- og tæknivætt fátækt
landbúnaðarsamfélag.58 Árið 1967 hafði Leoníd Brezhnev verið við völd í
þrjú ár og tímabil stöðnunar (rús. zastoj) var hafið í Sovétríkjunum. Í land-
inu ríkti nú pólitískur stöðugleiki en sá kraftur og bjartsýni sem hafði ein-
55 Morgunblaðið 6. nóvember 1957, bls. 1.
56 Morgunblaðið 9. nóvember 1956, bls. 1.
57 Danir og Sovétmenn höfðu gert með sér menningarsamning í apríl 1956. Sjá Kim
Frederichsen, „Soviet Cultural Diplomacy towards Denmark during the Cold War,
1945–1991.“ Óprentuð doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla, 2017.
58 Þjóðviljinn 7. nóvember 1967, bls. 3.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“