Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 105
104
kennt fyrri áratug var að mestu leyti horfinn, þó svo að lífskjör Sovétmanna
hafi hægt og sígandi farið batnandi.59 Að sjálfsögðu voru haldnar stórhá-
tíðir í Moskvu í nóvember, að viðstöddu fjölmenni, og á Íslandi voru
Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,
aðrir ráðherrar og sendiherrar erlendra ríkja viðstaddir hátíðasamkomu í
Háskólabíói er haldin var hinn 6. nóvember. Að venju voru fluttar ræður
og ávörp og íslenskir og sovéskir listamenn komu fram.60
Árið 1961 gerðu Ísland og Sovétríkin með sér opinberan menningar-
samning og þó svo að áfram hafi hliðarsamtök kommúnista, sérstaklega
MÍR, skipt miklu máli, var annar bragur á menningartengslunum en
áður. Æðstu ráðamenn lofuðu gildi menningar- og viðskiptatengsla, jafn-
vel Morgunblaðið birti grein á byltingarafmælinu þar sem meðal annars
sagði að „[k]omið hefur í ljós, að þessi viðskipti eru sönnun þess, að þjóðir
með ólíkt stjórnarfar og efnahagskerfi geta með góðu móti átt samskipti á
sviði viðskipta og menningarmála, báðum aðilum til gagns og farsældar.“61
Þannig voru margir viðburðir árið 1967 sem báru merki þess að stjórn-
mála-, viðskipta- og menningartengsl þjóðanna væru komin í opinberan
farveg, svo sem rússnesk bókasýning í Þjóðminjasafninu, tónleikar og
kvikmyndasýningar.62 Bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn gáfu út sérblöð á
fimmtíu ára afmælinu. Umfjallanir blaðanna voru í kunnuglegum kalda-
stríðsstíl en segja má að með veglegum útgáfum, sérstaklega 32 blaðsíðna
kálfi Morgunblaðsins (blað Þjóðviljans var átta blaðsíður), hafi sögulegt mik-
ilvægi byltingarinnar verið samþykkt af öllum aðilum, þó enn greindi á um
gildi hennar og leiðir stjórnvalda að settu marki.
Næsta stóra áfall var þó á næsta leiti og átti það eftir að hafa miklar
afleiðingar í för með sér fyrir hreyfingu íslenskra sósíalista. Hinn 20. ágúst
1968 réðust Sovétmenn inn í Tékkóslóvakíu og gerðu vonir umbótamanna
í Prag að engu. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi fordæmdu árásina,63
59 Peter Rutland, The Politics of Economic Stagnation in the Soviet Union: The Role of
Local Party Organs in Economic Management (Cambridge: Cambridge University
Press, 1993), bls. xi og Dina Fainberg og Artemy M. Kalinovsky, Reconsidering
Stagnation in the Brezhnev Era: Ideology and Exchange (Lanham, MD: Lexington
Books, 2016).
60 Þjóðviljinn 7. nóvember 1967, bls. 1.
61 Morgunblaðið, sérblað 7. nóvember 1967, bls. 18.
62 Morgunblaðið 8. desember 1967, bls. 5.
63 Valur Ingimundarson, Uppgjör við umheiminn: Samskipti Íslands, Bandaríkjanna
og NATO 1960–1974. Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan
(Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2001), bls. 108.
RÓsa MagnúsdÓttiR