Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 106
105
þar á meðal Sósíalistaflokkurinn. Þjóðviljinn náði tali af Einari Olgeirsyni
er staddur var í Búkarest og hann lýsti yfir eindregnum stuðningi við
Kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu og sagði árás Varsjárbandalagsins ekki
eiga sér „stoð í hugsjónum sósíalismans.“ Einar þóttist þó vita að „heims-
valdasinnar“ myndu „nota sér þessi ægilegu mistök Sovétríkjanna til þess
að magna áróður sinn.“64
Að sjálfsögðu efldist andsovéskur áróður til muna eftir innrás-
ina í Tékkóslóvakíu, það kom engum á óvart. En samkvæmt bréfi Þóru
Vigfúsdóttur til eiginmanns síns, Kristins E. Andréssonar, hinn 10. sept-
ember 1968 voru það sérstaklega sósíalistar, „þessir mörgu góðu félagar
okkar“ sem voru „hysterískir“ eftir innrásina í Tékkóslóvakíu og það fór
greinilega fyrir brjóstið á henni. Hún skrifaði ítarlega um viðhorf margra
þekktra sósíalista sem virtust hafa sammælst um að mæta ekki í sendiráðið
7. nóvember: „Það virðist strax einhver áróður fyrir því að enginn sósíalisti
láti sjá sig þar.“ Og Þóra hélt áfram:
Ég mætti Lenu Bergmann og var hún bæði æst og sorgbitin. Sagði
að væri allt lygi sem stæði í rússneskum blöðum um þessi mál og
sagði að enginn mundi koma í sendiráðið 7. nóv nema einhverjir
verslunarkallar. Ég sagði henni brosandi að ég mundi áreiðanlega
mæta þar. Hún horfði á mig dolfallin og kvaddi mig fljótlega. Árni
Bergmann virðist vera orðin einskonar Arnór Hannibalsson. Hann
gengur um og segir að honum hafi brugðið í brún við breytinguna á
fólki í Sovíetríkjunum síðan hann var þar fyrir tveim árum. Enginn
þori að láta uppi skoðanir sínar, hann játar að fólk þar hafi peninga-
ráð og geti keypt sér það sem vill, en hið andlega ófrelsi færist sífellt
í aukana. Segist hafa talað við fjölda fólks mennta og listamenn og
öllum beri saman.65
Þóra hafði af því sérstakar áhyggjur hversu margir sósíalistar tóku mark
á Árna Bergmann, en Árni og Arnór Hannibalsson voru fyrstu Vestur-
landabúarnir til að hefja nám í Sovétríkjunum árið 1954 eftir að hægt og
rólega var opnað fyrir þann möguleika eftir andlát Stalíns árið 1953. Þeir
höfðu báðir skrifað mikið um Sovétríkin eftir að heim var komið, m.a.
skrifaði Arnór Hannibalsson í afmælisblað Morgunblaðsins um rússnesku
64 Þjóðviljinn 22. ágúst 1968, bls. 1.
65 Lbs. 25 NF, Askja 15, Bréf Þóru Vigfúsdóttur til Kristins E. Andréssonar, 10.
september 1968. Orðalag og stafsetning er óbreytt.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“