Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 107
106
byltinguna árið 1967 og Árni Bergmann í afmælisblað Þjóðviljans.66 Þóra
skrifaði um Árna 1968 að „það virðist [sem] allir gleypi við öllu sem hann
segir því „hann hefur stúderað í Rússlandi, kann málið og er giftur rúss-
neskri konu.““67
Þóra lét það greinilega fara í taugarnar á sér að persónuleg reynsla
Árna Bergmann gerði hann að málsmetandi og traustvekjandi manni í
augum bæði sósíalista og annarra: „Meira segja fór Lára að spyrja mig um
þennan ágæta mann sem í nafni MÍR „hafði gefið verðskuldaða yfirlýs-
ingu.““68 Lára Kvaran var gömul vinkona Þóru frá Akureyri en þær deildu
ekki stjórnmálaskoðunum. Þóra notaði rósemi Láru til að leggja áherslu
á óróann meðal íslenskra sósíalista og skrifaði Kristni að meira að segja
Lára væri „ekki eins æst“ og margir félagar þeirra en fannst svo greinilega
ergilegt að Lára væri nú farin að taka mark á Árna Bergmann.69 Þetta er
áhugavert því í öllum áróðri um Sovétríkin hafði alla tíð verið hamrað á
þekkingu, upplifunum og reynslu þeirra sem höfðu heimsótt landið og
séð með eigin augum breytt lífsskilyrði og framfarir á öllum sviðum.70 En
að sama skapi var alltaf vont fyrir áróðursherferðina þegar sjónarvottar
höfðu aðra sögu að segja – eins og gerst hafði t.d. árið 1956 þegar Agnar
Þórðarson gaf út harðorða gagnrýni á Sovétríkin eftir boðsferð þangað
eins og áður hefur verið minnst á. Og eflaust var það sérstaklega sársauka-
fullt fyrir Kristin E. Andrésson, eiginmann Þóru, sem hafði greitt götu
flestra þeirra sem heimsóttu Sovétríkin um árabil – og út frá skrifum Þóru
má greina að henni hafi sjálfri fundist það mikil óvirðing við Sovétmenn
að sniðganga 7. nóvember móttöku þeirra.
66 Árni Bergmann hafði einnig haldið stutt inngangserindi á hátíðinni í Háskóla-
bíó.
67 Lbs. 25 NF, Askja 15, Bréf Þóru Vigfúsdóttur til Kristins E. Andréssonar, 10.
september 1968.
68 Lbs. 25 NF, Askja 15, Bréf Þóru Vigfúsdóttur til Kristins E. Andréssonar, 10. sept-
ember 1968. Hér tel ég víst að Þóra sé að tala um Láru Kvaran, skrifara í Reykjavík,
d. 6. maí 1970, vinkonu sína frá ungdómsárum á Akureyri.
69 Þetta er ekki eina dæmið um að Þóra hafi notað viðbrögð Láru sem mælistiku á
umræðuna í íslensku samfélagi, Þóra sagði t.d. í bréfi til Kristins í febrúar árið 1956
að Lára hefði risið upp úr langvarandi veikindum „þegar hún heyrði skammirnar
um Stalin“ og fyndist „hún nú hafa fengið uppreisn í lífinu.“ Þóra hnykkti út með
því að segja: „Ég held bara hún líti á sig sem skarpskygnan [svo] og framsýnan
stjórnmálamann.“ Lbs. 25 NF, Askja 15, Bréf Þóru Vigfúsdóttur til Kristins E.
Andréssonar, 24. febrúar 1956.
70 Rósa Magnúsdóttir, „‘Ekkert venjulegt skemmtiferðalag’: Skilningur og upplifun
íslenskra ferðabókahöfunda á Sovétríkjunum, Saga XLVIII:1 (2010), bls. 99–128.
RÓsa MagnúsdÓttiR