Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 113
112
lagi í sínum eigin röðum.3 Á þessum tíma lagði Komintern mikið kapp
á bolséviseringu allra kommúnistaflokka, það er að sérhver flokkur gætti
þess að laga sig að fyrirmynd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, bæði hug-
myndafræðilega og í skipulagningu flokksstarfsins.
Ekki verður annað séð en Brynjólfur Bjarnason hafi verið bærilega sátt-
ur við boðskap þessara bréfa en sumir aðrir fulltrúar mölduðu í móinn
og voru þar fremstir í flokki Einar Olgeirsson og Stefán Pjetursson, sem
dvalið hafði langdvölum í Berlín en flust heim haustið 1931.
Skömmu eftir flokksþingið ritaði Brynjólfur bréf til Arthurs Mehring
hjá Norðurlandaskrifstofu Komintern og segir þar að meirihluti þingfull-
trúa hafi samþykkt þá skilgreiningu að sósíaldemókratar væru „höfuðstoð
íslensku borgarastéttarinnar.“ Hins vegar hafi þeir Stefán og Einar lagt til
að þetta yrði orðað á annan veg og látið nægja að stimpla kratana sem höf-
uðstoð borgarastéttarinnar „innan verkalýðshreyfingarinnar“. Reyndar er
þetta orðað svo í samþykkt flokksþingsins að „sósíaldemókratíska forystu-
liðið“ sé „nú þjóðfélagsleg höfuðstoð auðvaldsins á Íslandi,“ og því gengið
aðeins skemur en fram kemur í hinu „Opna bréfi“ frá Komintern sem birt
var í Verklýðsblaðinu fyrr um haustið en þar sagði að „sósíaldemókratíið“
væri „hin þjóðfélagslega höfuðstoð borgarastéttarinnar.“ Í breytingartillög-
unni sem Stefán og Einar fluttu á flokksþinginu var hins vegar farið vægar
í sakirnar og skilgreiningin á krötum orðuð á þessa leið: „Sósíaldemókratar
eru höfuðstoð borgarastéttarinnar á Íslandi innan verkalýðsstéttarinnar og
umboðsmenn hennar í herbúðum verkalýðsins.“4
Fyrir síðari tíma fólk er erfitt að skilja dýptina í þessum ágreiningi en
hjá Komintern var þetta háalvarlegt mál, sem dró langan slóða. Öll frávik
frá „réttri línu“ voru flokkuð sem villutrú. Á flokksþinginu flutti Brynjólfur
líka tillögu um nauðsyn þess að berjast gegn þeim sjónarmiðum sem fram
höfðu komið hjá Stefáni og Einari. Við atkvæðagreiðslu um þá tillögu kom
í ljós að þingfulltrúarnir skiptust í tvo nær alveg jafna hópa því tillagan
var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 16. Þær fréttir munu ráðamenn hjá
Komintern hafa talið ískyggilegar. Á flokksþinginu var kjörin ný sautján
3 495 4 206, bls. 117–141. Bréf Norðurlandaskrifstofu Komintern til miðstjórnar
Kommúnistaflokks Íslands 12.8. 1932; 495 4 211, bls. 30–32. Ákvarðanir Fasta-
nefndar (Politkommission) um mikilvægustu verkefni Kommúnistaflokks Íslands
29.8.1932.
4 RGASPI 495 177 20, bls. 82–86 Bréf Brynjólfs Bjarnasonar til Arthurs Mehring;
„Opið bréf til miðstjórnar KFÍ“ Verklýðsblaðið 3.10.1933, bls. 1–2; „Flokksþingið“
Verklýðsblaðið 1.12. 1932, bls. 1–2.
KJaRtan Ólafsson