Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 119
118
Á landsfundi miðstjórnar Kommúnistaflokksins 18.–19. nóvember
1933 var samþykkt að víkja Stefáni Pjeturssyni og Hauki S. Björnssyni úr
miðstjórninni. Við þá atkvæðagreiðslu sátu Einar Olgeirsson og Gunnar
Jóhannsson hjá en Ísleifur Högnason greiddi einn atkvæði á móti. Þeir
Stefán og Haukur voru ekki aðeins sakaðir um að hafa annað mat á sósíal-
demókrötum heldur en það sem passaði við réttlínu Komintern og meiri-
hluta miðstjórnarinnar. Fyrir alþingiskosningarnar sumarið 1933 höfðu
þeir líka leyft sér að halda því fram, eins og fyrr var nefnt, að hyggilegt
væri fyrir Kommúnistaflokkinn að leita eftir kosningabandalagi við
Alþýðuflokkinn en ýmsir réttlínumenn töldu slíkt þvílíka pólitíska villu að
varða ætti brottrekstri úr flokknum.17
Í yfirlýsingu, sem þeir Haukur og Stefán undirrituðu 26. júlí 1933, gera
þeir grein fyrir á hvern hátt þeir hefðu hugsað sér þetta kosningabandalag.
Þar kemur fram að hugmynd þeirra hafði verið að Kommúnistaflokkurinn
byði hvorki fram í Hafnarfirði né á Seyðisfirði en á móti kæmi að
Alþýðuflokkurinn léti vera að bjóða fram þingmannsefni á Akureyri og í
Vestmannaeyjum þar sem Kommúnistaflokkurinn átti meira fylgi að fagna
en hann. Þeir bentu á að með þessu móti væru góðar líkur á að hægt
yrði að tryggja Alþýðuflokknum þingsæti í Hafnarfirði og á Seyðisfirði
og Kommúnistaflokknum þingsæti á Akureyri en án slíks bandalags mætti
búast við að þessi þrjú þingsæti lentu öll hjá Sjálfstæðisflokknum. Í yfirlýs-
ingu sinni greina þeir Stefán og Haukur líka frá því að á miðstjórnarfundi
eftir þessar kosningar hafi þeir Hjalti Árnason og Jón Rafnsson kallað úrslit-
in í Hafnarfirði sigur fyrir Kommúnistaflokkinn en þar hafi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins haldið velli með 785 atkvæði [Rétt 791] en frambjóð-
andi Alþýðuflokksins fengið 769 og frambjóðandi Kommúnistaflokksins
33. Þess skal getið að frambjóðandi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í
þessum alþingiskosningum var Kjartan Ólafsson, þá bæjarfulltrúi þar,
faðir Magnúsar Kjartanssonar, síðar ritstjóra Þjóðviljans, alþingismanns
og ráðherra. Ljóst er að hefði Kommúnistaflokkurinn borið gæfu til að
samþykkja tillögu Stefáns og Hauks og Alþýðuflokkurinn fallist á slíka
samvinnu hefði Einar Olgeirsson, frambjóðandi Kommúnistaflokksins á
17 RGASPI 495 177 22, bls. 6–11. Bréf Einars Olgeirssonar, ódagsett frá fyrstu
mánuðum ársins 1934, til Norðurlandaskrifstofu Komintern; Jón Ólafsson, Kæru
félagar, 260; „Landsfundur miðstjórnar“ Verklýðsblaðið 27.11. 1933, bls. 1–2; Gunn-
ar Jóhannsson, „Gegn tækifærisstefnunni – með Kommintern [svo] og K.F.I.“
Verklýðsblaðið 7.6.1934, bls. 1–2.
KJaRtan Ólafsson