Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 122
121
Í júnímánuði 1934 barst Einari mikilvægt bréf frá Philip Dengel hjá
Komintern, dagsett 31. 5. 1934. Þá hafði Komintern, alveg nýlega, gjör-
breytt um stefnu eins og frá er greint á öðrum stað í þessu riti. Horfið
var frá hinni einstrengingslegu réttlínustefnu síðustu ára og í hennar stað
tekið að boða samfylkingu með sósíaldemókrötum og fleirum gegn fas-
isma og þeirri ógn sem yfir heimsbyggðinni vofði frá Þýskalandi Hitlers.
Skýr merki þessa má sjá í bréfi Dengels til Einars. Hann segir þar að hjá
Komintern líti menn svo á að flestar þær ásakanir sem Einari höfðu verið
bornar á brýn, um sáttfýsi við tækifærisstefnuna, hafi verið óréttmætar en
gagnrýni Einars á meirihluta íslensku flokksstjórnarinnar, borin fram í
nýlegu bréfi hans til Komintern, hins vegar tímabær og í aðalatriðum rétt.
Í sama bréfi lætur Dengel þess hins vegar getið að í Moskvu hafi menn
gefið upp alla von um Stefán Pjetursson, enda virðist hann vera á hraðferð
yfir í herbúðir andstæðinganna.
Árið 1933 birtist í tímaritinu Rétti ritgerð eftir Brynjólf Bjarnason og
heitir hún „Lýðræði og fasismi“.25 Þar kemst Brynjólfur meðal annars svo
að orði:
Fasisminn er ekki styrkleikamerki burgeisastéttarinnar heldur
veikleikamerki. Þegar burgeisastéttin grípur til fasismans þá spil-
ar hún út sínu síðasta trompi. Sósíaldemókratarnir eru eyðilagðir
sem flokkur og þar með er helsta stoðin undir auðvaldinu lömuð.
Millistéttirnar sjá að öll hin fögru loforð fasistanna eru svik og prett-
ir og þar með skapast skilyrði fyrir bandalagi þeirra við verkalýðinn.
Skilyrði skapast fyrir sameiningu alls verkalýðs – í bandalagi við
millistéttirnar í byltingarsinnaðri baráttu undir forystu eins flokks,
sem engar ofsóknir fá bugað, – undir forystu Kommúnistaflokksins.
Þá eru dagar auðvaldsins taldir og valdataka verkalýðsins stendur
fyrir dyrum ... og það er nú þegar hægt að fullyrða að fasisminn í
Þýzkalandi getur aðeins haldið völdum skamma stund.26
Engan þarf að undra þó að andstæðingar Brynjólfs hafi lagt þessi orð hans
út á þann veg að hann teldi valdatöku Hitlers og kumpána hans í Þýskalandi
hafa rutt brautina fyrir komandi öreigabyltingu, undir merkjum komm-
únismans. Ekki er samt kunnugt um að aðrir íslenskir kommúnistar hafi
andmælt kenningum Brynjólfs um lýðræði og fasisma á opinberum vett-
25 Brynjólfur Bjarnason, „Lýðræði og fasismi“ Réttur 18 (3) 1933, bls. 133–144.
26 Sama heimild, bls. 141.
BOLSÉVISERING