Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 123
122
vangi en í gögnum úr dánarbúi Einars Olgeirssonar er að finna langa rit-
gerð, án höfundarnafns, sem ber heitið „Um fasisma, socialdemókratíið og
borgaralega lýðræðið“. Þar er ráðist mjög hart gegn málflutningi Brynjólfs
í ritgerð hans um lýðræði og fasisma og meðal annars komist svo að orði:
Álit félaga Brynjólfs felur í sér þá skoðun að það sé engin ástæða
til þess að vera að berjast á móti fasismanum, því hann sé það sama
og borgaralega lýðræðið – fasisminn sé engu verri. Að leggja borg-
aralega lýðræðið og fasismann að jöfnu, strika burt mismuninn á
þessum tveimur stjórnaraðferðum borgarastéttarinnar, þýðir í raun
og veru hina bestu hjálp til fasismans frá félaga Brynjólfi. Á þennan
hátt dregur félagi Brynjólfur úr því hvað fasisminn er hættulegur
fyrir verkalýðinn og alla undirokaða í þjóðfélaginu. Hann dregur úr
hatri og baráttuhug verkalýðsins og vinnandi stéttanna og stingur
þau nokkurskonar svefnþorn[i] – ef svo mætti segja.27
Enda þótt höfundarnafn vanti á það eintak ritgerðarinnar sem hér
er vísað til getur enginn vafi leikið á því hver hann er, nefnilega Stefán
Pjetursson, harðasti andstæðingur Brynjólfs innan íslenska kommúnista-
flokksins. Hér er á öðrum stað frá því greint að síðla sumars árið 1933
fékk Stefán fyrirmæli frá Komintern um að koma til Moskvu í endurhæf-
ingu og setjast þar á skólabekk. Hann lagði af stað í fyrri hluta nóvember
og vitnar í ritgerð sinni gegn Brynjólfi í fundargerð framkvæmdanefndar
Komintern, frá fundi hennar sem haldinn var um mánaðamótin nóvem-
ber/desember en ætla má að þá eða mjög skömmu síðar hafi Stefán verið
kominn til Moskvu.
Stefán vissi sem var að í Moskvu yrði hann að standa fyrir máli sínu hjá
Norðurlandaskrifstofu Komintern og svara þar til saka fyrir þungar ásak-
anir, sem á hann höfðu verið bornar fyrir pólitískar villur og tilraunir til
klíkumyndunar innan íslenska flokksins. Augljóst er að Stefán hefur litið
svo á að sókn væri besta vörnin og með það í huga lagt fram ritgerð sína
gegn Brynjólfi við eina af fyrstu yfirheyrslunum sem biðu hans í Moskvu.
Eintakið af þessari ritgerð Stefáns, sem hér er vísað í, er reyndar á íslensku.
Öll rök hníga hins vegar að því að í Moskvu hafi hann lagt hana fram á
þýsku en sent Einari íslensku gerðina.
27 Óflokkuð gögn úr dánarbúi Einars Olgeirssonar í vörslu Sólveigar K. Einars-
dóttur.
KJaRtan Ólafsson