Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 124
123
Að Komintern hafi verið með þýska útgáfu af þessari sömu ritgerð og
sent slíkt eintak Brynjólfi Bjarnasyni er reyndar alveg tvímælalaust. Það
sést á svari Brynjólfs við þeirri sendingu. Gangur málsins hefur því verið
sá að Stefán leggur fram ákæru á Brynjólf í Moskvu. Komintern sendir
Brynjólfi ákæruna til Reykjavíkur og hann bregst við með harðskeyttum
gagnásökunum á Stefán, er hann sendir háyfirvöldunum í Moskvu.28
Brynjólfur segir þar að Stefán hafi jafnan haldið því fram að borgaralegt
lýðræði og fasismi væru andstæður og þess vegna hafi verið nauðsynlegt
að sýna fram á að upphaf fasismans sé að finna í skauti hins borgaralega
lýðræðis.
Aðrar helstu ásakanir Brynjólfs á hendur Stefáni voru þessar:
1. Að hann hafi, eftir valdatöku nasista í Þýskalandi, reynt að vekja
uppgjafartilfinningu innan íslenska kommúnistaflokksins.
2. Að hann hafi, allt frá námsárum sínum í Þýskalandi, sífellt verið
með gagnrýni á framgöngu íslenskra kommúnista og á Komintern.
3. Að hann hafi verið andvígur stofnun Kommúnistaflokks Íslands
árið 1930 og andvígur því að flokkurinn byði sjálfstætt fram í næstu
þingkosningum.
4. Að með plagginu, sem hann afhenti Komintern, hafi Stefán reynt
að níða niður forystusveit íslenskra kommúnista og lauma sínum
tækifærissinnuðu skoðunum inn um bakdyrnar.
5. Að boðskapur hans hafi ætíð verið sá að af tveimur slæmum kostum
bæri ætíð að velja þann skárri fremur en að hafna báðum.
6. Að hann hafi haldið því fram að eins og þýsku kratarnir bæru þýskir
kommúnistar líka nokkra ábyrgð á því að Hitler náði að ryðja sér
braut til æðstu valda í Þýskalandi.
7. Að kenning Stefáns hafi jafnan verið, að borið saman við fasismann
væri borgaralegt lýðræði þolanlegur kostur og kommúnistar ættu
því ekki að sýna fyllstu hörku gegn valdatækjum borgaralegra og
lýðræðissinnaðra ríkisstjórna.
Undir lok ákæru sinnar lýsir Brynjólfur því yfir að skrifin sem Stefán
hafði lagt fyrir Komintern séu „flokksfjandsamleg“, sem reyndar þurfi ekki
að koma á óvart sé fortíð Stefáns höfð í huga, enda sé hann enginn komm-
únisti, heldur bara vinstri sinnaður sósíaldemókrati.
28 RGASPI 495 177 22, bls. 18–20. Ódagsett svar Brynjólfs Bjarnasonar frá árinu
1934 við gagnrýni Stefáns Pjeturssonar.
BOLSÉVISERING