Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 130
129
Það er svo ekki fyrr en tæpri hálfri öld síðar eftir seinni heimsstyrj-
öldina að hinn vestræni heimur tekur við þessum bylgjum svo um munar,
bylgjum sem þá voru kenndar við nútímann og kallaðar „módernismi“.
Meira að segja var áhrifamesta hreyfingin í arkítektúr og hönnun kölluð
„internasjónalismi“ eða alþjóðahyggja alveg blygðunarlaust. Áhrifasvæði
eftirstríðsáranna voru Sviss, Bandaríkin og sum Norðurlönd, einkum
Finnland og Danmörk. Þessar „módernísku“ hugmyndir áttu vöggu sína
í þessari kraftmiðstöð í aðdraganda byltingarinnar í Rússlandi 1917. Þær
bylgjuðust á þriðja áratug síðustu aldar um Bauhaus-skólann og náðu ótrú-
legum hæðum í Rússneska skálanum á heimssýningunni í París 1928. En
hreyfingin var svo barin niður fyrir stríðið. Það afrekuðu leiðtogar eins og
Jósef Stalín og Adolf Hitler að Jónasi frá Hriflu ógleymdum en hann var
einkennilega samstíga þeim leiðtogunum í fagurfræðilegum efnum.
Þessar róttæku hugmyndir voru endurreistar svo um munaði eftir seinni
heimsstyrjöldina. Þær voru geymdar en ekki gleymdar hjá flóttafólki sem
vaknaði upp eftir stríðið. Blómi kennaraliðsins í Bauhaus-skólanum hafði
flúið til Sviss og Bandaríkjanna. Stofnandi skólans Walter Gropius farinn
að teikna skýjakljúfa í New York. Síðasti skólastjórinn Lazlo Moholy-Nagi
stofnar Chicago School of Art, Josef Albers, Black Mountain skólann.
Einn af þessum Svisslendingum – Dieter Roth – fluttist til Íslands 1957,
kynntist Herði Ágústssyni og unnu þeir saman að grafískri hönnun. Dieter
setti meira að segja upp eitt hefti tímaritsins Birtingur en það tímarit var
aðalmálgagn hreyfingar módernista á Íslandi.
Frummódelinu eða prótótýpunni við upphaf byltingarinnar í Rússlandi
frá 1917 fram undir 1930 var nefnilega mjög annt um hvers kyns hagnýta
list. Að nota hugmyndirnar við gerð auglýsinga, húsgagna og arkitektúrs.
Að listin væri tæki til að breyta – að manngert landslag hefði áhrif á hugs-
unarhátt og framkomu. Konstrúktívistarnir voru listamenn og hönnuðir
eins og Rodtsjenko, Tatlin og El Lissitskí. Reyndar gerðu þeir engan mun
á hönnun og listum. Höfuðpaurinn í þessari aðgerð í rússneska listasam-
félaginu var myndlistarmaðurinn Kazimir Malevitsj. Hann málaði svartan
ferning, rauðan ferning og hvítan ferning. Hann notaði bara ferninga,
hringi og krossa í verkum sínum. Hann kallaði fyrirbærið „Súprematisma“
sem þýðir bókstaflega eitthvað æðra. Honum og listamönnum sem stóðu
honum nær var mjög umhugað um list sem andlega upplifun. Dieter Roth
teiknaði allar auglýsingarnar í þessu Birtingshefti og eru það allt saman
svartir ferningar.
SJÓNARHÓLL MYNDLISTAR