Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 139
138
guðMunduR odduR Magnússon
staðar á meginlandi Evrópu og fyrir þeim viðhorfum beita þeir sér þegar
hingað er komið.
Eftir fimmtán ára dvöl erlendis lengst af í Berlín, skrifar Baldvin grein
í Verkmannablað sem stéttarfélagið Dagsbrún gaf út um tveggja ára skeið
1913-1914. Í henni sést vel hvernig hugsjón hins upplýsta, menntaða
sósíalista knýr Baldvin áfram. Eins og frumherjarnir tengir Baldvin hug-
myndir sínar við andlegar líkingar:
Þó að hin sósíalistíska hreyfing, í sinni núverandi mynd, sé að kalla má
ung. Þá er hún í raun og veru alls engin nýung. Hún er ekkert annað en hin
eðlilega hvöt, hinna þjáðu og þrengdu til frelsis. Þessi ósk er mannkyninu
jafn gömul, og hefur hún oft og einatt komið í ljós, í ýmsum og alls konar
myndum. Engar tvær hreyfingar eru líkari í grunnatriðum sínum, heldur
en hinn fyrsti kristni söfnuður og sá núverandi sósíalismi. Tímarnir eru
tvennir og þess vegna meðölin mismunandi. En í hvortveggja skiftið eru
það öreigarnir, sem ekki lengur þola okið, þá þyrstir eftir frelsi, og hefja
sig upp á móti hinum ríkjandi sið. Það er eðlileg og heilbrigð hreyfing, því
að hún sprettur neðan frá, er knúð af þörfinni og hún er réttmæt því hinn
arflausi, svo framarlega sem hann er af sama leir gerður og erfinginn, þá
hefur hann rétt á að njóta þess sama.6
Baldvin var náinn uppgangi róttæks sósíalisma á Íslandi á þriðja áratugn-
um þó með óbeinum hætti væri, en sonur Baldvins, Haukur Björnsson, var
einn af stofnendum Kommúnistaflokks Íslands árið 1930 og fór stofnfund-
urinn fram heima hjá honum að Bergstaðastræti 72, 29. nóvember 1930.
Haukur skýrði eigin róttækni löngu síðar með áhrifum frá föður sínum:
„Faðir minn Baldvin Björnsson, gullsmiður var róttækur og strax þegar ég
settist í menntaskólann 12 ára gamall var ég farinn að lesa bækur á þýsku
um sósíalismann og naut ég þar þess að kunna reiprennandi þýsku, þar
sem móðir mín var þýsk.“7
Björn Björnsson, bróðir Baldvins, kenndi teikningu við Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur á fjórða áratugnum og tengslin kennslunnar þar við bylt-
inguna í Rússlandi þótti sumum augljós. Unnur Kolbeinsdóttir lýsir
því svo: „Heiðan haustdag árið 1935 eru nokkrir unglingar á leið niður
Frakkastíginn. Þeir hópast saman rétt við skólann sinn, Ingimarsskólann
svokallaðan, sem var til húsa í Franska spítalanum niður undir sjó, þar
6 Baldvin Björnsson. „Bebel“. Verkmannablað, 8. nóvember 1913, bls. 86-87.
7 Guðjón Friðriksson, „Man ekki eftir mér öðruvísi en sem sósíalista. Rætt við Hauk
Björnsson en Kommúnistaflokkurinn var stofnaður heima hjá honum.“ Þjóðviljinn,
29.-30. nóvember 1980, bls. 13.