Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 146
145
manna á lestri á 20. öld var hún gagnrýnd hressilega og nú gera fræðimenn
oftar en ekki ráð fyrir að merking ráðist af samhengi.7 Þegar skáldskapur
á í hlut má lýsa því sem gerist svo: Hver lesandi leggur sinn skilning í
skáldverk á grundvelli þess sem skáldið eða rithöfundurinn færir honum
til að moða úr; skilningur lesandans ræðst hins vegar af hans eigin reynslu
og þekkingu – sem markast meðal annars af samfélaginu og menningunni
sem hann hrærist í. Fyrir vikið má líta á sögur, ljóð og leikrit sem sam-
starf eða samsmíð skáldsins/höfundarins og lesenda eða áheyrenda. Þá
geta tvennir tímar og tvenns konar menning komið við sögu: lesandinn
getur verið 21. aldar maður og þankar hans mótaðir af nútíma borgaralegu
upplýsingasamfélagi en skáldið 14. aldar maður sem hugsaði á brautum
þess manns sem lærði að tala og menntaðist í samskiptum við aðra í mið-
aldabændasamfélagi.
Þegar fólk les skáldskap sér til ánægju og skemmtunar getur það auðvit-
að túlkað hann eins og því sýnist. En vilji menn afla sér ærlegrar þekkingar
á honum verða þeir auðvitað að leggja vel niður fyrir sér, hvernig þeim
skáldaða heimi er lýst sem þeim er boðið að ganga inn í, og miða hvaðeina
sem þeir segja við það.
Þeir sem alast upp við skáldskap frá blautu barnsbeini gera snemma
greinarmun á ljóðum og ýmiss konar frásögnum og setja sig í sérstakar
stellingar ef svo má að orði komast andspænis hverri bókmenntagrein.
Þeir eiga með öðrum orðum ekki von á því sama þegar þeir fara í leikhús,
á ljóðaupplestur eða setjast niður til að lesa myndasögu eða skáldsögu.
Bókmenntafræðingar hafa enda tekið frétt úr dagblaði og sett upp sem
ljóð; breytingin ein reyndist hafa í för með sér að textinn orkaði á allt
annan veg en fyrr.8
Ýmsar kenningar eru uppi um hvað gerist þegar menn ganga á vit skáld-
aðs heims og það sem við blasir í honum kann að orka jafnraunverulegt eða
7 Þetta gildir ekki bara um bókmenntafræðinga heldur t.d. líka sálfræðinga og
mannfræðinga, sjá t.d. Norbert Schwarz, „Meaning in Context: Metacognitive
Experiences“, The Mind in Context, ritstj. Batja Mesquita o.fl., New York: Guil-
ford Press, 2010, bls. 105–25 og Bradd Shore, Culture in Mind: Cognition, Culture
and the Problem of Meaning, formáli Jerome Bruner, New York og Oxford: Oxford
University Press, 1996. Tekið skal fram að Shore fjallar sérstaklega um skemu, sbr.
bls. 116–135.
8 Gérard Genette tekur dæmi af blaðafrétt sem sett er upp sem ljóð, í Figures II,
Paris: Seuil, 1969, bls. 150–151 en Jonathan Culler gengur sama veg í Structuralist
Poetics: Structuralism, Linguistics and the Study of Literature, 2. útg. New York og
London: Routledge, 2002 (1975), bls.188.
VÍTT UM HEIMA