Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 149
148
Enda þótt fæstir „trúi“ skálduðum sögum á sama hátt og segjum
skýrslum Hagstofunnar um fæðingar í Reykjavík á 21. öld, virðist sam-
kvæmt þessum skilningi óhætt að fullyrða að menn láti eftir sér að vera
sannfærðir um, að minnsta kosti nokkra hríð og að hluta til, að tiltekin
sögupersóna sé til og það sem frá henni sé sagt sé satt.13 Það hefur m.a. verið
skýrt þannig að skáldskapur sé leikmunir í þykjustuleik.14
En menn hafa líka séð lesanda frásagna fyrir sér eins og ferðalang sem
er fluttur úr einum heimi í annan (e. transported) – og gildir þá raunar einu
hvort um er að ræða skáldskap eður ei. Þeir sem nýta flutningslíkinguna
hafa hugað að ferðalaginu sem tilteknu ferli þar sem frásögnin væri far-
artækið og skoðað flutninginn sem sérstakt sálrænt ástand er fælist í því að
athygli manna væri óskipt á heiminum sem þeir væru að lesa um.15 Einnig
hafa menn kosið að tala um að lesendur væru niðursokknir í texta eða lifðu
sig inn í hann (e. immersed in; immersion).16 Það orðalag kemur heim og
saman við hverdagslega íslenska málnotkun: Á sama tíma og fólk hverfur á
vit heims skáldaðra frásagna, er það í hinum raunverulega heimi og kemur
öðrum fyrir sjónir sem lesendur, er lifa sig þá kannski svo inn í skáldsögu
að þeir svara ekki þegar á þá er yrt. Þessu fyrirbæri hefur verið lýst sem
reynslunni af því að skáldaður heimur verði fullvalda heimur með lifandi
persónum, óháður tungumáli.17 Slík reynsla hefur ekki alltaf verið talin
13 Nokkur breyting kann í seinni tíð að hafa orðið á þessu með risi hjávísinda og
sannlíkis, sjá t.d. Guðni Elísson, „Vísindin og sannlíki stjórnmálanna“, Vísir, 22.
apríl 2017. Sótt 1. september á http://www.visir.is/g/2017170429712.
14 Kendall Walton, Mimesis as Make-believe: On the Foundations of the Representational
Arts. Cambridge Ma og víðar: Harvard University Press, 1990.
15 Flutningslíkinguna hefur Richard Gerrig úr skáldsögu Pauls Theroux, My Secret
History. Gerrig skoðar líkinguna m.a. sem skema yfir flutningsreynsluna og greinir
skemað í ákveðna grunnþætti, sjá Richard Gerrig, Experiencing Narrative Worlds: On
the Psychological Activities of Reading. Boulder: Yale University Press, 1993, bls. 2 og
10–11. Melanie Green hefur ásamt öðrum tekið upp þráðinn frá Gerrig og skrifað
margt um flutning (e. transportation) sem sálfræðilegt ástand. Hún og félagar hennar
gera ráð fyrir að flutningurinn sé sérstakt hugarferli sem athygli, tilfinningar og
það að sjá fyrir hugskotssjónum sér (e. imagery) eiga hlut að, sjá t.d. Melanie Green
og Timothy C. Brock, „The role of transportation in the persuasiveness of public
narratives“, Journal of Personality and Social Psychology, 5/2000, bls. 701–721; Jordan
M. Carpenter og Melanie C. Green, „Flying with Icarus: Narrative Transportation
and the Persuasiveness of Entertainment“, Psychology of Entertainment Media, 2.
útg., ritstj. L.J Shrum, New York og London: Routledge, 2012, bls. 169–194, hér
bls. 170.
16 Sbr. undirtitilinn á bók Marie-Laure Ryan, Narrative as Virtual Reality: Immersion
and Interactivity in Literature and Electronic Media.
17 Sama rit, bls. 14.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR