Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 153
152
a) ef í þeim gildir reglan: Sé staðhæfing sönn er neitun hennar ósönn.
b) (ef í þeim gilda sömu náttúrulögmál.)
c) (ef í þeim eru sömu hlutir og persónur.)27
Innan slíkra heima eru persónur og hlutir sem hafa tiltekna eiginleika
sem geta breyst eða horfið og aðrir komið í þeirra stað. Fyrir vikið má
einnig lýsa hverjum skálduðum heimi sem röð atburða er tengjast í tíma
(sbr. sögu (e. story)). En innan skáldaðrar frásagnar geta líka verið sýndar-
heimar sem rekast á virkan heim hennar og nýtast við lýsingu á atburðarás
(sbr. fléttu (e. plot)).
Skilgreiningin – eins og hún er sett fram hér – felur í sér að vilji menn
segja einart frá hugsanlegum heimi skáldaðrar frásagnar og fylgja fyrsta
skilyrðinu um aðgengi, eru þeir að sínu leyti bundnir af hvorutveggja, lýs-
ingu frásagnarinnar á skáldaða heiminum, þ.e. máli og merkingu, og þeim
almennu rökfræðilegu lögmálum sem gilda í honum. Auðvitað geta þeir
haft hvorttveggja að engu. Segjum t.d. að þeir lesi sögu Halldórs Armands
Drón – sem fjallar um að maðurinn gefur sig sjálfviljugur á vald tækni sem
hann veit takmarkað um hvaða áhrif hefur þegar upp er staðið.28 Lesendur
geta sagt að drónaárásirnar sem líkami persónunnar Heiðrúnar Sólnes
virðist geta sagt fyrir um, hafi alls ekki verið árásir dróna heldur tígrisdýra.
En þá eru þeir að draga orð sögumanns í frásögninni í efa, halda því fram
að sú fullyrðing hans, að það hafi verið drón, sé röng en í staðinn sé önnur
rétt. Þó að einatt sé ástæða til að efast um orð sögumanna í frásögnum,
jafnt skálduðum sem öðrum, af því að margir þeirra ljúga sannanlega eins
og þeir eru langir til, er í fljótu bragði ekki unnt að finna neina fullgilda
ástæðu til að halda því fram að sögumaður Dróna segi í þessu tilviki ósatt.
Þótt skáldaður heimur útgefinna frásagna sé einhverskonar samvinnuhug-
smíð höfundar hennar og þess sem túlkar hana, eru túlkendum með öðrum
orðum settar ákveðnar skorður.
Tengsl skáldaðra heima og raunheims – fáein atriði ítrekuð
og öðrum bætt við
Þegar lýsa á tengslunum milli veruleikans og skáldaðra heima geta menn
til að mynda valið einhverja af hugmyndunum sem fyrr voru nefndar, þykj-
27 Hér gegna svigarnir einfaldlega því hlutverki að minna á að seinni skilyrðin fyrir
aðgangstengslum eru sjaldnar sett en hið fyrsta!
28 Halldór Armand, Drón: Skáldsaga, Reykjavík: Mál og menning, 2014.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR