Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 154
153
usturegluna eða líkingarnar um að menn séu fluttir inn í skáldaðan heim
eða niðursokknir í hann. En mörg frásögnin lýsir fleiri en einum skáld-
uðum heimi. Í Gunnlaðar sögu eru þeir til að mynda tveir, einn á fjarlægu
fortíðarsviði, annar á nútíðarsviði og hinn fjarlægi fortíðarheimur ekki
virkur í augum allra persónanna í nútíðarheiminum.29 Ónefndir eru þá
þeir heimar sem tengjast draumum og þrám einstakra persóna, þannig að
tengsl og árekstrar heima geta orðið margflóknir.
Eins og komið hefur fram kunna að vera persónur og aðstæður í skáld-
uðum heimi sem þekktar eru úr heimi raunveruleikans þannig að tengsl
milli veruleikans og skáldaða heimsins liggi í augum uppi. Sú er t.d. raun-
in þegar svokallaðar heimildaskáldsögur eða sögulegar skáldsögur eiga í
hlut. Í heimi Yfirvaldsins er réttað yfir Friðriki og Agnesi eftir morðið á
Natani Ketilssyni í Húnaþingi rétt eins og reyndin var á þriðja áratug 19.
aldar;30 í heimi Gestakoma í Sauðlauksdal er aðalpersónan Björn prestur
Halldórsson, mágur Eggerts Ólafssonar, eins og í veruleika 18. aldar, og
fæst þar við kartöflurækt eins og fyrr – þegar hann var lífs.31
Stundum eru tengslin milli heima þó einkum fólgin í líkindum ákveð-
inna eiginleika sem einkenna fyrirbæri og aðstæður í þeim skáldaða
og veruleikanum. Sem barn heyrði ég söguna af því þegar Jón heitinn
Helgason, prófessor og skáld í Kaupmannahöfn, kom á fjórða áratug ald-
arinnar vestur á firði með strandferðaskipi. Hann vék sér að vegfarendum
í hverju plássi og spurði: „Getið þér sagt mér hvar hann Jóhann Bogesen
29 Í Gunnlaðar sögu er sögð saga ónefndrar móður sem fer til Kaupmannahafnar að
vitja dóttur sinnar, Dísar sem er fangelsuð fyrir að hafa stolið fornu keri, einni
þjóðargersema Dana. Sjálf kveðst Dís einvörðungu hafa endurheimt kerið; hún
hafi sogast inn í fortíðarheim til að taka við hlutverki Gunnlaðar sem Óðinn hafi
stolið kerinu af. Heimi fortíðar og nútíðar er lýst svo að ýmsar hliðstæður rísa;
sagt er frá ýmsum „heimum“ dansks samfélags auk þess sem lesandi fylgist með
breytingum á einkaheimi móðurinnar sem rifjar upp dvöl sína í Kaupmannahöfn
í flugvél á leið heim til Íslands. Sjá Svava Jakobsdóttir, Gunnlaðar saga, Reykjavík:
Forlagið, 1987.
30 Sbr. Þorgeir Þorgeirsson, Yfirvaldið: Skáldsaga eftir bestu heimildum og skilríkjum,
Reykjavík: Iðunn, 1973.
31 Sbr. Sölvi Björn Sigurðsson, Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunaraðferð og
gestakomur í Sauðlauksdal: Eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó, skáldsaga,
Reykjavík: Sögur, 2011. – Í sambandi við augljós tengsl veruleika og skáldaðra
frásagna má nefna að Kripke lítur svo á að eiginnöfn séu fastanefnarar (e. rigid
designators), þ.e. orð eða orðasambönd sem koma fyrir í fleiri en einum hugs-
anlegum heimi og vísi ávallt til sama fyrirbæris hvar sem þau koma fyrir, sjá Saul
Kripke, Naming and Necessity, Cambridge: Harvard University Press, 1980 [1970],
bls. 192–220.
VÍTT UM HEIMA