Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 156
155
og geta alls ekki átt við í honum, 4) verk sem fengjust beinlínis við ástand
mála sem gæti aldrei átt við í virka heiminum.34
Samband lesenda og skáldaðrar frásagnar ræðst meðal annars af því
að heimurinn sem opnast við lesturinn er smáheimur.35 Þar eð menn eru
takmörkunum háðir bæði í tíma og rúmi, þekkja þeir ekki nema örlítið
brot af veruleikanum og þar af kannski flest úr lýsingum á honum – t.d. í
máli og myndum – sem eru þó svo margar að engum einum manni endist
aldur til að kynna sér þær allar. Heimi skáldaðrar frásagnar geta þeir hins
vegar kynnst mætavel, af því að hann er lítill. Honum eru settar skorður
af misstuttri lýsingu í máli og yfirleitt eru ekki fleiri persónur, hlutir og
aðstæður innan hans en svo að öðlast má glögga yfirsýn yfir þau. Segja má
því að slíkur heimur sé í einhverjum skilningi fátæklegri en veruleikinn en
í sömu mund er hann þó auðugri en hann – í krafti hinna skálduðu eiginda
sem hvergi finnast nema í honum. Í ofanálag er hann svo með vissum hætti
,ábyggilegri‘ en veruleikinn af því að það sem er satt á forsendum hans er
ekki breytingum háð með sama hætti og í veruleikanum, hvað sem ólíkum
túlkunum frásagna líður. Skýringin er sú að það er ekki nema einn aðgang-
ur að honum: Frásögnin. Menn eiga hins vegar oft kost á að sannreyna það
sem þeim hefur verið sagt um veruleikann með öðrum hætti en að nálesa
lýsingar á honum. Þegar menn eru búnir að lesa veðurfréttir sem segja að
það sé rigning, lesa þeir þær yfirleitt ekki aftur til að komast að raun um
hvort þær segja satt, heldur líta út um glugga eða fara bara út og gá – og þá
er allt eins víst að það sé uppstytta.
En nú hefur sitthvað verið dregið fram um einkenni hugsanlegra heima
og notagildi þeirra við greiningu bókmennta svo ástæða er til að spyrja: En
hvað um textaheima?
34 Doreen Maitre, Literature and Possible Worlds, London: Middlesex Polytechnic Press,
1983. Hér vitnað eftir Marie Laure Ryan, „Possible Worlds“, The Living Handbook
of Narratology, www.lhn.uni-hamburg.de/printpdf/article/possible-worlds. Sótt 19.
september 2017. Sjálf setti Ryan fram annars konar flokkun sagna með hliðsjón
af hugmyndum sínum um ýmiss konar aðgangstengsl, sjá „Possible Worlds and
Accessiblity Relations: A Semantic Typology of Fiction“, Possible Worlds, Artificial
Intelligence, and Narrative Theory, bls. 31 – 47. Eins og nafn fyrrnefndrar greinar
Torfa Tulinius bendir til, fjallar hann um flokkun sagna, og ræðir þá m.a. „hversu
vel og á hvern hátt form orðræðnanna endurspegla form raunveruleikans“, sbr.
„Landafræði og flokkun fornsagna“, bls. 153.
35 Sjá. Umberto Eco, „Small Worlds“, The Limits of Interpretation, Bloomington:
Indiana University Press, 1994 [1990], bls. 64–82; sami, Six Walks in the Fictional
Woods, Cambridge Mass: Harward University Press, 1994, bls. 85, t.d.
VÍTT UM HEIMA