Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 159
158
komi með matseðla og spyrji hvað þeir vilji drekka og þar fram eftir göt-
unum. Uppskriftir fela í sér slóðir (e. slots), þ.e. atriði sem koma jafnan
fyrir við tilteknar aðstæður nema annað sé tekið fram, t.d. þátttakendur,
upphafsatriði, tiltekna röð atburða og fleira.44 Uppskriftirnar virkjast í
höfði manna í krafti þess sem kalla má burðarþætti (e. headers) en það geta
verið tilvísanir í forsendur tiltekins skema („Jónu langaði í góðan mat“);
tilvísanir til gerða sem vekja upp skemað („Hún svipaðist um eftir veit-
ingahúsi“); tilvísanir til staðar sem tiltekið skema á allajafna við eða til
athafna sem einkenna tiltekið skema („Hún fór inn á ítalskan veitingastað
og beið eftir þjónustu“).45
Gerður hefur verið greinarmunur á þrenns konar uppskriftum, aðstæðu-
uppskriftum (e. situational scripts; t.d. að fara á veitingastað), persónuupp-
skriftum (e. personal scripts; t.d. miskunnsami Samverjinn eða afbrýðisami
eiginmaðurinn) og verkfærisuppskriftum (e. instrumental scripts; t.d. að
steikja egg eða starta bíl).46
Í greiningu á bókmenntum hefur skemakenningin verið nýtt til að fjalla
um margvísleg fyrirbæri, líkingar, persónur, heilar sögur og bókmennta-
greinar.47 Miklu skiptir þá að hún miðast við að skemu vitni um bakgrunns-
þekkingu en séu í sömu mund kvik fyrirbæri sem geti tekið breytingum
með nýrri reynslu. Það má með öðrum orðum bæta við skemu, endur-
skoða staðreyndir og tengsl innan þeirra og búa til ný.
Sé skemakenningin tengd textaheimum má ganga út frá að öll skemu
sem lesendur ráða yfir, sé sjálft líkan þeirra af veruleikanum. Tiltekinn
lesandi skynjar tiltekinn textaheim í samræmi við það hvernig ólík skemu
virkjast við lesturinn og leika saman, og þá skiptir ekki litlu hvort líkan
hans af heiminum er staðfest eða það hriktir í því í lestrarferlinu.
Sampilið milli tungumáls og lesenda er lykilatriði í því hvernig texta-
heimar verða til. Fyrir vikið skiptir miklu að greina hvaða kostir eru valdir
44 Um slóðir, sjá t.d Roger C. Schank og Robert P. Abelson, Scripts, Plans, Goals, and
Understanding: An Inquiry Into Human Knowledge, Hillsdale: Lawrence Erlbaum
Associates, 1977, bls. 41.
45 Um burðarþætti, sjá t.d. sama rit, bls. 48–49. Nýrri umfjöllun um slóðir og burð-
arþætti, sjá t.d. Peter Stockwell „Schema Poetics and speculative cosmology“,
Langu age and Literature 3/2003, bls. 252–271, hér bls. 255 og Elena Semino, Lan-
guage and World Creation in Poems and Other Texts, bls. 134–136.
46 Sbr. Roger C. Schank og Robert P. Abelson, Scripts, Plans, Goals, and Understanding:
An Inquiry Into Human Knowledge, bls. 61–66.
47 Sjálf hef ég víða nýtt mér skemakenninguna, sbr. hug/raun: Nútímabókmenntir og
hugræn fræði, Reykjavík: Bókmennta-og listfræðastofnun og Háskólaútgáfan, 2015,
bls. 45, 100, 191 (t.d).
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR