Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 161
160
gerningar. Í ljóðinu er því þó öðruvísi farið. Annað erindið sýnir að stúlkan
sópar sandi á strönd. Þar með er aðstæðuskema gjörbreytt ef miðað er við
,að sópa-skemað‘ þó að slóð með þátttakanda og verknaði sé söm. Og fleira
kemur til. Af því að verk stúlkunnar er bundið strönd en ekki afmörkuðu
rými innanhúss „kann“ það að virðast linnulaust – sbr. ísmeygilegt orðalag
annars erindisins – en „að sópa“-skemað miðast yfirleitt við að athöfnin
eigi sér skýrt upphaf og endi. Ljóðið virðist þar með fela í sér endurskoðun
á skema. En það getur líka vakið upp önnur skemu sem tengjast endur-
skoðuninni. Orðið „óvinnandi“ ýtir að minnsta kosti undir að upp rísi
skemu um „óvinnandi verk“ – t.d. skemað „að bera eitthvað í botnlausu
keraldi“ þannig að í hugum lesenda kunna að birtast við hlið stúlkunnar
persónur sem Íslendingar hafa oftast hlegið að. Mestu skiptir þó að stúlka
og þrif virkja líklega ,heimilisstarfa-skema‘ eða ,húsmóðurstarfa-skema‘
sem aftur getur leitt til þess að þankar lesenda snúist um ójafna stöðu
kynjanna og verkaskiptingu almennt í samfélaginu og þá ekki síst afstöðu
kvenna til eigin hlutskiptis (sbr. lokaerindið).49 Enda þótt þá megi segja að
,húsmóðurstarfa-skemað‘, sem vestræn menning hefur löngum hyllt, sé
að sínu leyti endurnýjað er það í sömu mund staðfest – sem óvinnandi og
endalaust verk. Það og konan sem „elskar“ sandströndina sína „yfirmáta“
(leturbr. mín) verða þá líka grátbrosleg. Þar kemur til írónía – sem reynsl-
an sýnir að menn bregðast afar misvel við – svo ekki sé minnst á að oft má
deila um hvort hún sé bundin tilteknum texta eða skilningi eins lesanda.50
Írónía hefur beinlínis verið greind þannig að á viðtekin skemu – sem
eru þá einatt kölluð rammar (e. frames) – séu látin rekast önnur sem rífa
þau fyrri niður og gera þau fáránleg eða skopleg.51 Fyrsta erindi ljóðsins er
eins og kyrrmynd – án nokkurs verknaðar/nokkurrar hreyfingar – þannig
49 Í þessu samhengi má nefna að á níunda áratugnum þróaði Sandra Lipsitz Bem
skemakenningu sem hún kenndi við kyngervi (e. Gender Schema Theory), sbr.
„Gender Schema Theory: A Cognitive Account of Sex Typing“, Psychological
Review, 4/1981, bls. 354–364 og „Gender Schema Theory and Its Implications for
Child Development: Raising Gender-Aschematic Children in a Gender-Schematic
Society“, Signs 4/1983, bls. 598–616.
50 Þessi fullyrðing byggist jafnt á kennslureynslu minni sem reynslu af lestri bók-
menntagreininga og -túlkana. Sem dæmi um að írónía fari fram hjá mönnum eru
túlkanir á íslensku höfðingjunum í Gerplu, sbr. Bergljót S. Kristjánsdóttir, „Um
beinfætta menn og bjúgfætta, kiðfætta, kríngilfætta og tindilfætta“, Tímarit Máls
og menningar 3/1988, bls. 283–300, hér bls. 289–292.
51 Ítarlegri umfjöllun um ramma og íróníu sjá t.d. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
„Vegir sem stefna beint út í hafsauga: Um húmor og íróníu og þrjú ljóð Sigfúsar
Daðasonar“, hug/raun: Nútímabókmenntir og hugræn fræði, bls.190–193.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR