Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 162
161
að það má lesa íróníulaust.52 Í öðru erindinu mætir írónían hins vegar til
leiks vegna þess að aðstæðum, ,að sópa skemans‘ er breytt. Við hlið stúlk-
unnar með kústinn – sem lesandi veit að er bundin sínum starfa vegna
ójafnrar samfélagsstöðu karla og kvenna – rís myndin af manninum með
steininn, Sísífúsi sem guðirnir dæmdu til eilífs strits. Áreksturinn er nöt-
urlega fyndinn, ekki síst ef hugsað er um hve Sísífús hefur verið körlum
hugleikinn.53 En þar með er ekki öll sagan sögð. Tvennt til viðbótar styrk-
ir íróníuna: hreingerningar stúlkunnar eru bundnar hringrás náttúrunnar
– og þar með einhvers konar hugmynd um óendanleika – og settar fram
með klifunum til að ítreka hina sífelldu endurtekningu. Því má ætla að
þeim textaheimi sem rís upp í höfði lesanda fylgi ónotalegar kenndir. Ekki
dregur úr þeim þegar ljóðmælandi eflir enn íróníuna í þriðja erindi með
almennum vangaveltum um verknaðinn að sópa sandi. Hún notar þá m.a.
orðið „ærandi“. Þó beint liggi við að leggja í það merkinguna ,sem ærir‘,
er flestum það sennilega tamast í orðasambandinu ærandi hávaði, þannig
að ætla má að í einhverjum textaheimi bætist þungt og ankannalegt sóp-
hljóð við. Þrír varnaglar lokaljóðlínu þriðja erindis, sem kalla má þrefaldan
úrdrátt, „kann […] að sýnast“ [1]; „jafnvel“ [2] og „óvinnandi“ [3] valda svo
ekki bara hörðum árekstri við hugsanaformgerð eins og ,hamingjusömu
húsmóðurina‘ heldur gerir ískrandi írónían á einhvern hátt meiri kröfur
til lesandans í krafti þrítekningarinnar sem dregur úr, rétt eins og hún
segi: Má vera, hugsanlega, ef vel er að gáð að þú ættir að endurskoða eitt-
hvað! Hápunkti nær írónían svo í lokaerindinu þar sem persónuuppskrift
(þrautseiga konan/húsmóðirin) er sett í brennidepil. Stúlkan, sem fulltrúi
kvenkynsins, verður nú að sínu leyti skotspónn íróníunnar og skemað, sem
henni tengist gert fullkomlega absúrd með því að ítreka hlut stúlkunnar
sjálfrar í að viðhalda því: „finnur / sjálfa sig […] í sandinum / og […] íhug-
ar / allt annað / en uppgjöf“. Það er þó ekki það listilegasta í þessu erindi
heldur hvernig niðurskipan í ljóðlínur, frestun forsetningarliðar og tvenns
konar notkun sagnarinnar að finna, finna e-ð og finna sig í e-u, þ.e. ,njóta e-s‘
52 Orki kústur stúlkunnar ónefndu á lesendur eins og kennitákn fornra gyðja, ugla
Aþenu eða epli Iðunnar, kann írónían hins vegar að rísa strax í fyrsta erindi, þannig
að fyrir sjónum manna rekist hátignarlegar styttur gyðja á myndina af stúlku með
kúst. Í rannsóknum á lestri gæti verið einkar fróðlegt að beina sjónum að hvaða
skemu verða virk í höfði ólíkra lesenda.
53 Skemmst er að minnast hins þekkta rits Alberts Camus, Le Mythe de Sisyphe, París:
Gallimard, 1942.
VÍTT UM HEIMA