Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 163
162
eða ,sætta sig við e-ð‘ eru nýtt til að upp rís tvíræðni.54 Hún styrkir öðrum
þræði niðurrifseinkenni íróníunnar sem ráðast af hinum nýju aðstæðum
,að sópa sandi‘ – en þolgæði stúlkunnar, íhugunarleysi og þrjóska bætast
við. Hinum þræði vekur tvíræðnin hins vegar von um breytingu. Þá má líta
svo á að forsetningarliðurinn sé staðarliður sem eigi við setninguna alla en
sé ekki hluti af orðasambandinu að finna sig í: „finnur / sjálfa sig / og aðrar
gersemar í sandinum“ (leturbr. mín) þannig að merkingin verður nokkurn
veginn: ,það kemur fyrir að stúlkan gerir sér grein fyrir hvers virði hún
er‘ og þá skipta lokaljóðlínurnar um svip, svo að birtir allhressilega yfir
textaheiminum. En „örlög stúlkunnar“ ráðast auðvitað af því hvort lesend-
ur gera fleira en að smíða textaheima!
Þessi greining dugar vonandi til að menn geti gert sér nokkra hugmynd
um hvernig nýta má textaheimakenninguna á annan hátt en greiningartól
sem miðast fyrst og fremst við textann sjálfan. Þeir geta þá t.d. velt fyrir sér
hver munurinn er á að nýta skemakenninguna í tengslum við textaheimana
eða fjalla um minni (e. motive) eins og einatt hefur verið gert.
Að endingu
Kynslóðirnar sem nú eru að vaxa úr grasi alast upp við allt annars konar
miðla en þá sem flestir bókmenntafræðingar eru þjálfaðir í að greina.
Sýndarheimar gagnvirkra miðla stefna sennilega í að verða „skáldsögur“
framtíðarinnar og jafnvel þó miðað sé við að skáldaðar frásagnir á bók haldi
velli, verður naumast hjá því komist að flæði milli bóka og gagnvirkra miðla
verði enn meira en nú er.55 Það er því engin hending að þvermiðla frásagn-
arfræði er orðin sérstök grein innan frásagnarfræðinnar. En ör þróun nýrra
miðla kallar líka að mínu viti á að hugað sé að kenningum um skáldaða
heima í meira mæli en gert hefur verið hérlendis. Skrif bókmenntafræð-
inga um þá geta ekki aðeins nýst ungviðinu til aukins skilnings á marg-
víslegum sýndarheimum sem það hverfur inn í. Bókmenntafræðingar geta
líka lært sitt af hverju, t.d. ef þeir kanna viðbrögð unga fólksins við skáld-
uðum heimum sem miðlað er á annan hátt en með stöfum á bók – og nýta
sér slíkar kannanir við greiningu frásagna og skrif um lesendur þeirra.56
54 Kalla má að finna sig í e-u í merkingunni ,að sætta sig við e-ð‘ dönskuslettu en sú
merking er ekki ný af nálinni í málinu, sjá t.d. „Sameining verkamannafélaganna“,
Brautin, 19. janúar 1937, bls. 2.
55 Þessa ályktun dreg ég eftir að hafa starfað með Hannesi Högna Vilhjálmssyni
(gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík) og hlustað á ýmsa fyrirlestra hans.
56 Ónafngreindum ritrýnum skulu þakkaðar góðar ábendingar.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR