Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 166
165
Hver fór í skóginn,
kysti animónur og hló,
animónur og animónur
og fór að gráta?
„únglíngurinn í skóginum“
björn Þór vilhjálmsson
„Tunglið, tunglið taktu mig“
Menningariðnaður og kynferði í Silfurtúngli
Halldórs Laxness
Ferðin til Silfurtúnglsins
„[Þ]að hafði löngu kvisazt, að von væri á þessu leikriti“, segir í Tímanum
fáeinum dögum eftir að Silfurtúnglið (1954) eftir Halldór Laxness var frum-
sýnt, og bætt er við að meðal „prúðbúinna“ leikhúsgesta á frumsýning-
arkvöldinu hafi „eftirvænting[in]“ verið áþreifanleg.1 Það að leiksins hafi
verið beðið með eftirvæntingu ber einnig á góma í umfjöllun Samtíðarinnar,
Þjóðviljans og Morgunblaðsins, en í Fálkanum var Silfurtúnglsins beðið með
„óþreyju“.2 Gagnrýnandi Alþýðublaðsins er sannfærður um að loks séu
Íslendingar að eignast leikverk á alþjóðamælikvarða en tilhugsunin vekur
jafnframt með honum nokkur ónot, líkt og það sé næstum yfirþyrmandi.3
Í Vísi er sagt að „mikils megi vænta, þar sem hér sé um verk eftir Halldór
K. Laxness að ræða“, og eftirvæntingin eftir leikritinu þannig tengd með
beinum hætti við feril og fyrri afrek höfundar.4 Umfjöllun um Halldór
1 Jónas Þorbergsson, „Þjóðleikhúsið: Silfurtunglið. Leikrit í fjórum þáttum. Eftir
Halldór Kiljan Laxness“, Tíminn, 12. október, 1954, bls. 5. Leikstjóri Silfurtúnglsins
var Lárus Pálsson en með aðalhlutverk fóru Herdís Þorvaldsdóttir, Rúrik Haralds-
son, Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason og Inga Þórðardóttir.
2 „Silfurtúnglið. Leikrit Halldórs Kiljans Laxness,“, Samtíðin, 1. desember, 1954, bls.
9; Á. Hj., „Silfurtúnglið eftir Halldór Kiljan Laxness“, Þjóðviljinn, 12. október, 1954,
bls. 7; Sigurður Grímsson, „Silfurtunglið, leikrit Halldórs K. Laxness frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu.“ Morgunblaðið, 12. október, 1954, bls. 9; „Silfurtúnglið,” Fálkinn,
15. október, 1954, bls. 3.
3 Loftur Guðmundsson, „,Silfurtunglið‘ eftir Laxness“, Alþýðublaðið, 12. október,
1954, bls. 5.
4 H.P., „Þjóðleikhúsið: Silfurtunglið“, 11. október, 1954, bls. 7.
Ritið 3/2017, bls.165–202