Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 167
166
hafði þó ekki alltaf verið jafn mikil eða jákvæð og hún var á þessum tíma-
punkti á ferli hans. Fimmtán árum fyrr hafði Sigurður Nordal þvert á
móti fundið sig knúinn til að ljá opinberlega máls á þögninni sem ríkti um
verk skáldsins. Um þessi verk, sagði Sigurður, þegja „hin þrungnu goð“ og
keppast í staðinn við að lofa og upphefja „andvana“ verk frístundaskálda og
viðvaninga.5
Nú kynni einhver að benda á að „þögn“ sé ekki fyrsta orðið sem kemur
upp í hugann þegar á Halldór er minnst. Á þriðja áratugnum urðu greinar
hans og pistlar um menningarástand að viðburðum í þjóðmálaumræð-
unni, enda ungskáldið lagið við að finna veika bletti á þjóðarsálinni. Þegar
Halldór skrifaði svo heila bók af samfélagsgagnrýni, bók sem af nafninu
að dæma taldi sig eiga erindi til allrar alþýðu, gátu stórir hópar samfélags-
ins – ráðsettir verslunarjöfrar og ungir menntamenn, „hin þrungnu goð“
menningarinnar jafnt og bændur á landsbyggðinni – sameinast um að
finnast að sér vegið. Flestir voru þó grunlausir um að Halldór, sem átti enn
nokkur ár í þrítugt þegar Alþýðubókin (1929) kom út, var aðeins að finna
viðspyrnuna, rétt að byrja.
Þegar tjaldið rís í Þjóðleikhúsinu í 9. október 1954 stendur Halldór hins
vegar með pálmann í höndunum. Stærð hans í menningarlífinu er orðin slík
að skuggi fellur á kynslóð skálda, eins og það er stundum orðað.6 Þetta má
sjá endurspeglast í samtímabókmenntasögu Kristins E. Andréssonar, er út
kom á þessum tíma, en þar er Halldór sagður „náttúrukraftur“ í íslensku
bókmenntalífi, „nýskapandi eins og tíminn“.7 Ef bókmenntakerfi þjóðarinn-
ar var ekki þegar skilgreint út frá honum var ekki langt í að svo yrði, og
stærsti sigurinn var enn í vændum.8 Ári og tveimur vikum eftir frumsýn-
5 Sigurður Nordal, „Tvær miklar skáldsögur“, Lesbók Morgunblaðsins, 24. nóvember,
1940, bls. 370.
6 Sjá til dæmis grein Ólafs Jónssonar, „Einstaklingur og samfélag“, Vísir, 23. septem-
ber, 1971, bls. 7. Tilefnið er grein eftir Thor Vilhjálmsson sem nefnist „Að skrifa
í skugganum af Íslendingasögum“. Þar segir Ólafur m.a.: „Reyndar fer ekki mikið
fyrir skugganum af Íslendingasögum í greinargerð Thors um vanda og vegsemd
þess að vera rithöfundur á íslandi nú á dögum. – Það er miklu frekar að skuggi
Halldórs Laxness grúfi yfir hinum yngri samtíðarmönnum hans bæði heima fyrir
og erlendis.“ Sjá einnig Andri Snær Magnason, „Lengstur skuggi í kvöldsól“, Lesbók
Morgunblaðsins, 4. maí, 2002, bls. 5.
7 Kristinn Andrésson, Íslenzkar nútímabókmenntir. 1918–1948, Reykjavík: Mál og
menning, 1949, bls. 341–342.
8 „Það sem er sérkennilegt við hefðarveldið í íslenskri skáldsagnagerð á árunum
1930 til 1965, eins og það hefur blasað við mörgum úr baksýn“, segir Ástráður
Eysteinsson í umfjöllun um stöðu Halldórs Laxness í íslenska bókmenntakerfinu,
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson