Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 174
173
um syni þeirra. Lóa hefur, líkt og segir hér að ofan, helgað sig móður– og
eiginkonuhlutverkinu en Óli er fyrrum rútubílstjóri sem er á uppleið í líf-
inu og starfar nú í bankanum hinum megin við götuna. Endurfundir Lóu
við æskuvinkonu sína, Ísafold eða „Ísu“ Thorlacíus, sem sömuleiðis var
drepið á hér að ofan, eru aflvaki frásagnarinnar. Samskiptin eru gleðileg
en hverfast þó fyrst og fremst um frægð og heimsborgaraskap Ísu, sem
hefur fyrir löngu sagt skilið við smábæjarlífið og lagt heiminn að fótum sér
sem söngkona á erlendri grund. Þegar líður á heimsóknina heyrir Ísa Lóu
syngja frumsamda vögguvísu fyrir son sinn og verður sem bergnumin. Fyrr
um daginn hafði Ísa misst grímuna eitt augnablik og gefið í skyn að eitt-
hvað skorti í veröld frægðarinnar. Hún þráir, segir hún Lóu, listtjáningu
sem er náttúruleg „og blátt áfram“, eitthvað sem er „ekki tóm þreyt[a] og
áreynsla“.22 Lagstúfur Lóu virðist uppfylla þessar kröfur.
Hámarki nær svo fyrsti þáttur þegar umboðsmaður Ísu og stórbrask-
arinn úr Reykjavík, Feilan Ó. Feilan, birtist fjarri sínum heimaslóðum,
forvitinn um þessa einstöku söngtjáningu: „Ég býðst til að gera yður
fræga, kanski heimsfræga einsog hana Ísu vinu okkar, kanski frægari. Við
Ísa erum í einkasambandi við Mr. Peacock, yfirtónstjórann í Universal
Concert Incorporated London París New York: fjölleikahús, hljómleikar,
sjónvarp, kvikmyndir og hvur veit hvað.“23
Lóa er vantrúuð á að lítil vögguvísa geti í raun kallað fram viðbrögð
sem þessi, tal um frægð og útlönd, og ferðalag merkismanns alla leið frá
höfuðstaðnum. „Nei heyrið þér mig nú, einhverstaðar hljóta að vera tak-
mörk fyrir því hvað hægt er að narrast að heimskri konukind útá landi.“24
Mótbárur mega sín hins vegar lítils andspænis fagurgala Feilans sem er í
senn framandi og heillandi, „ég bý til úr yður sýngjandi þvottakonu“, segir
Feilan – yfirlýsing sem hljómar eins og hótun – „og síðan leigi ég stórskáld
og verðlaunaða tónsmiði og læt yrkja handa yður stóreflis saungskrá. Og
London París og New York skulu liggja að fótum yðar.“25 Loforðum um
heimsfrægð er ávallt betur tekið með fyrirvara, ekki síst þegar lofað er með
jafn afdráttarlausum hætti og Feilan gerir, en hann er sannfærandi og ferill
Ísu bendir til þess að orð hans séu ekki innantóm. Í því sambandi er Mr.
Peacock gullfóturinn sem tryggir og jarðbindur skýjaborgirnar („London
París New York“).
22 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, Reykjavík: Helgafell, 1954, bls. 22.
23 Sama rit, bls. 41.
24 Sama rit, bls. 46–47.
25 Sama rit, bls. 41 og 46.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“